Eimreiðin - 01.04.1919, Blaðsíða 47
EIMREIÐINI TÖFRATRÚ OG GALDRAOFSÓKNIR
111
verður auk þess, sem nú hefir sagt verið, að grípa dálítið
fram fyrir sig aftur.
Alt fram að árinu 1000 hafði ekki borið á villutrú
innan kirkjunnar, svo að heitið gæti. En upp frá því
tekur hver villutrúarflokkurinn svokallaði, öðrum verri
að koma fram, og- kirkjan verður að halda á öllu sínu á
móti þeim. Má þar nefna Katarana á 10. öldinni og Albi-
gensa og Valdensa á 12. öldinni. Móti þessum flokkum
fór kirkjan með ákaflegri harðneskju, brendi og drap þá
með öllu móti, sem hægt var. En það sem oss kemur
mest við hér, er það, að kirkjan bendlar þessa villutrúar-
menn við óleyfileg mök við Satan og galdra. »Villumaður«
og »galdramaður« fer að renna saman meira og meira.
Og þar eð sjálfsagt þótti að eyða villumönnum með eldi
og sverði, þá fór smámsaman grunnurinn að grafast
undan Canon episcopi, og galdraofsóknir gátu farið að
tíðkast. Til þess að sjá hvernig þetta tvent blandast sam-
an, og hvernig villumannaofsóknirnar gátu breytst í galdra-
ofsóknir, þarf ekki annað en vitna í páfabréf það, sem
var gefið út gegn villumönnum í Þýskalandi (1233). Þar
er sagt, að villumennirnir komi saman til þess að tilbiðja
djöfulinn. Hann kemur til þeirra í líkingu frosks eða
svarts kattar, eða þá eins og náfölur maður. Hann kyssir
þann, sem gengur inn í félagið, ísköldum kossi, og um
leið hverfur allur trúarneisti úr hjarta hans o. s. frv. Hér
sjáum vér alveg sama tóbakið og það, sem borið var upp
á galdrakonurnar síðar.
Ekki verður séð, að galdratrúin hjá alþýðu hafi verið
neitt magnaðri en áður, þegar hér er komið sögunni. En
þetta tvent, að vísindalegu töfrarnir fara sigurför um
Evrópu, og hitt, að kirkjan var farin að ofsækja galdra-
menn, þótt undir 'öðru yfirskini væri, hleypir öllu í bál.
Nú fara allir helstu vísindamenn, og alveg jafnt þótt
kirkjunnar menn væru, að fá orð á sig sem galdramenn.
Enginn maður á þó jafnmikinn þátt í galdraofsókn-
unum og Thómas frá Aquino (ý 1274), einhver ágætasti
guðfræðingur miðaldanna. Hann dirfist sem sé fyrstur að
ganga í berhögg við Canon episcopi og Padeborn-sam-