Eimreiðin - 01.04.1919, Page 57
EIMREIÐIN]
FRESKÓ
121
Eða þá hvernig þessir ensku há-aðalsmenn hegða sér.
Þegar þeir komu inn, fleygði eg þegar í stað frá mér
vindli, sem eg var með. En þeir reyktu í sífellu, allir
karlmennirnir og ein af konunum. Teið var borið inn, og
karlmennirnir drukku eitthvert ógeðslegt skólp, sem þeir
brugguðu úr sódavatni og einhverju sterku víni, en kon-
urnar átu dómadags kynstur af allskonar kökum, heitum
og sætum, ávexti með einhverju kryddi, súkkulaði og
allskonar góðgæti, og rélt á eftir átti svo að fara að eta
kvöldverðinn. Að það skuli ekki eta sig í hel!
Loksins var eins og það tæki eftir þvi, að eg var inni,
og fór að tala frönsku. Þá verð eg að játa það, að hé-
gómagirndin kviknaði hjá mér. Eg varð þess var, að þetta
fólk leit á mig alveg sömu augum og einhverja af mynd-
unum á veggnum, og þá sagði eg við sjálfan mig: Leónis
Renzo! Þegar þú varst í París, þá hafðir þú orð á þér
fyrir að geta haldið uppi samræðum með fjöri nokkru.
Reyndu nú, karl minn, hvort þú gelur ekki látið þessa
vínsvelgi vita, að þú ert undir sama þaki og þeir. Og eg
reyndi það. Pað skildi alt vel frönsku, nema einfeldningur
einn, sem heitir Colchester lávarður, og hefir altaf gler
fyrir öðru auganu.
Eg gerði alt, sem eg gat, til þess að skemta því, og mér
tókst það. Brátt hættu kökuæturnar með öllu að líta við
vínsvelgjunum. Eg sagði þeim sögur og söng fyrir þær
þjóðlög. Eg hafði mandólínið mitt hjá mér, og lék á það
nokkur lög eftir Schubert. Svo gaf eg þeim smá ákúrur,
en það versta var það, að þær voru of einfaldar til þess
að skilja, hvað eg fór. Nema greifinnan — húsmóðir
mín — hún tók strax upp þykkjuna og varði sig og þetta
líf, sem hún og hennar líkar lifa. En hvernig á maður
að verjast þeirri hugsun, að þetta sé gerspilt líf, þegar
þess er gælt, hvaða möguleika það felur í sér.
Nú, jæja. — Eg náði tilgangi mínum. Þær sátu þarna
þar til hringt var til merkis um, að timi væri kominn til
að klæða sig fyrir kvöldverðinn, og þær litu ekki lengur
á mig eins og eg væri köld og dauð veggmynd. Skömmu
áður en þær fóru, átti eg alllangt samtal við stúdent einn,