Eimreiðin - 01.04.1919, Page 59
EIMREIÐIN]
FRESKÓ
123
um? Tók hann eitur í örvæntingu sinni og er grafinn
undir skuggasælum eikum á Milton Ernest? — —■
Ef þér ekki svarið mér upp á þetta, þá verð eg neyddur
til þess að snúa mér bréflega til ömmu yðar um þessi
mál. Hún segir mér áreiðanlega vægðarlaust sannleikann«.
Charterys greifinna, Milton Ernest til hr. Hollys, Róm:
»Eg er fús að segja yður sannleikann, kæri Harry minn,
þó að þér eigið það naumast skilið fyrir afskiftasemina.
Sendimanni yðar líður ágætlega. Veggirnir þekjast m}md-
um smátt og smátt, frumdráttum, sem hann kallar svo.
En það er samt nú þegar snildar fallegt, og verður víst
afbragð.
Söngpallinn vill hann mála »Sgraffito«, hvað sem það
nú er, ekki veit eg það. En eg fylgi ráðum yðar út i
æsar og Iæt hann alveg ráða. Hann getur elt allar sínar
kenjar.
Hann telur knaltleik Ijótan og vitlausan og fæst ekki
til að taka þátt í honum. Við og við, svona einu sinni í
viku, komum við í danssalinn. f*á syngur hann fyrir
okkur, eða les ítölsk kvæði, einstaklega vel. Hann hefir
ágæta söngrödd og eg er undrandi, að hann skyldi ekki
verða leikari eins og Capoul. Vic. er hrifinn af honum,
■en það er neyðarlegast, að þeir geta varla neitt talað
saman. Rér þekkið það, hvernig Vic. talar frönsku. Hann
þykist tala hana vel, en það er nú öðru nær. Frönsku-
kunnátta hans er rétt mátuleg til þess, að hann getur
fylgst með í dansauglýsingum og matarseðlum.
Við höfðum ekki hugmynd um það, að hann kynni að
silja á hesti. En hvað skeður? Souchong slítur sig lausan
þegar átti að fara að flytja hestana (þér kannist við Sou-
■chong). Hann var staddur niðri í garðinum, þegar Souchong
kom í spretti. Hann vindur sér að honum og stekkur á
bak, og með það þaut Souchong yfir gryfjur og garða vist
einar þrjár milur. En að því loknu náði hann fullu valdi
á honum og kom með hann spakan eins og lamb heim.
Okkur datt ekki annað i hug, en hann lægi hálsbrotinn í
■einhverri gryfjunni«.