Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Blaðsíða 61

Eimreiðin - 01.04.1919, Blaðsíða 61
EIMREIÐINI RITSJÁ 125 *vo vel inn í efnií að þær þreyta ekki. Guðm. Finnbogason er líklega skáld, þótt hann yrki ekki. Eg býst við að sumum spekingunum, sem bók þessa lesa, finnist.talað þar nokkuð mikið um undirstöðuatriðin, stafrófið, sem allir kunni. Pað eru launin, sem þeir fá oftast, sem drýgja þá höfuðsynd að rita of ljóst og lipurt. Efnið er lagt svo upp í hendurnar á lesandanum, að hann þarf ekkert fyrir því að hafa. — Satt er það að vísu, að hér er talað um ýmislegt, sem getur kallast stafróf, og er því börnum ætlað. En hér eru líka flestir börn í þessum fræðum. Og höfundurinn finnur þessa athugasemd lesendanna ósjálfrátt og svarar henni fyrirfram. Hann segir: »Eg get ímyndað mér, að sumum finnist það undarleg fagurfræði, að tala mest um einfaldar línur og strik. . . . En það er um ríki fegurðarinnar eins og himnaríki, að nema menn verði eins og barn, fá þeir ekki inngöngu« (bls. 50). Guðm. Finnbogason trúir ekki á moldviðrið, vill ekki segja óljóst það, sem hann getur sagt ljóst. Og er það eiginlega nokkur galli? Víst er um það, að það er þessi ótrú hans á moldviðrið, sem hefir orðið til þess, að hann hefir hér gefið okkur eina skemti- lega bók enn. M. J. GUNVAR GUNNARSSON: GESTUR EINEYGÐi og ÖRNINN UNGI. Úr ættarsögu Borgarfólksins, Rvík 1918, Sig Kristjánsson. Pað er ef til vill ósanngjarnt, en mér finst eríitt að verjast hálfgerðum leiða, þegar eg tek mér í hönd bók eftir eitthvert skáldanna okkar, þeirra er skrifa á útlendu máli. Hvað er eðlilegra en að mennirnir geri þetta? En það er nú sama. Hörmulegt er að vera svona smár, að geta ekki einu sinni haldið eign sinni. Gestur einej'gði og Örninn ungi eru ekki nýjar bækur. Það er ún efa búið að selja af þeiin þúsundir eintaka erlendis. Og fjöl- margir hérlendir menn hafa einnig lesið þær í þeim búningi, frumbúningnum danska. Petta eru því gamlir kunningjar, þegar þær koma fyrst á íslenskan bókamarkað á islensku. Eins og margir kannast við, eru þetta tvær síðari sögurnar af hinum mikla sagnabálki um Borgarættina. Á undan þeim fara sögurnar Ormarr Örlygsson og Danska frúin á Hofi. Nokkuð munu skoðanir manna hafa verið skiftar um sagnabálk þennan. Pótti ýmsum kenna öfga nokkurra, bæði í háttalagi höfuðpersón- anna og eins í ytri lýsingu, svo sem um kvikfjáreign Örlj'gs á Borg. Petta síðarnefnda er hlægileg aðfinning. Skárra væri það nú ófrelsið, ef skáldið mætti ekki gefa »kónginum« á Borg 3000 rollur. Hitt er veigameiri mótbára, en þó mjög vafasöm. Skáldið ar hér ekki að draga upp hversdagsfólk, heldur höfðingjana á Borg, þessa einkennilega þróttmiklu valdaætt, sem hættir við að slíta, ef svo mætti að orði komast, sinar frá beinum í sálarlífi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.