Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1919, Qupperneq 62

Eimreiðin - 01.04.1919, Qupperneq 62
126 RITSJÁ [EIMREIÐIW sínu, einmitt vegna andlegu kraftanna. Hnej'kslið, sem Ormarr fremur í sðnghöllinni og svo eimskipa útgerð hans, athæfi síra Ketils í kirkjunni og fjallganga Örlygs yngra, alt eru þetta nokk- urskonar öryggis-speldi, sem ofkrafturinn þeytir opnum og ryðst út, þegar hann ætlar að rjúfa persónuna. Gestur eineygði er fegursta sagan og eg held að óhætt sé að kalla hana meistaraverk. Tign förumannsins er aðdáanleg. Gestur eineygði er sú persóna í islenskum sagnaskáldskap, sem mestum svip nær af Krists-eðlinu, og sýnir hvernig mátturinn fullkomn- ast i veikleikanum. Örninn ungi er lipur saga, en eg held nú samt, að bálkurinn hefði átt að enda með Gesti eineygða. Á eftir honum gerir »Örn- inn ungi« ekki annað en dreifa og lækka. Oft hefir mér dottið í hug, að Gunnar Gunnarsson hlyti að* geta samið áhrifamikil leikrit. Hugsum oss viðburði eins og þann i sönghöllinni, eða í kirkjunni á Hofi, eða á hlaðinu á Borg. þegar Gestur kemur þangað. Skáldið sýnist kunna aðdáanlega vel tökin á slíku, og það er næstum eins og maður setjist í hug- anum i leikhús og vilji fá að sjá þetta klæðast holdi og blóði á leiksviðinu. Því miður er islenska málið ekki verulega gott á sögunum,. þó læt eg það vera á þessum tveim, sem hér er rætt um. Aðra þeirra hefir Jak. Jóh. Smári þýtt, en hina liklega höf. sjálfur^ Báðar þótti mér þær betri á dönskunni. Hana sýnist Gunnar kunna afburða vel. En gott er nú samt að vera búinn að fá. þessar sögur á íslensku, og þær verða án efa vinsælar. M. J. STEFÁN FRÁ HVÍTADAL: SÖNGVAR FÖRUMANNSINS- Rvík 1918. Prentuð 290 tölusett eintök. Það er hreimur i þessari fyrirsögn, sem kemur við hjartað í> manni, og maður spyr: Er hér skáld af guðs náð? Ósjálfrátt opnaði eg þessa bók með eftirvæntingu. Hún er ein- kennileg að ytra frágangi, einhver vandaðasta bók íslensk. Titil- blaðið er litprentað og i ,stað þess að vér erum nú farin að- venjast ýmiskonar sorapappír, kemur hér bók, prentuð á húð- þykkan myndapappír og auk þess ekki nema örlitið á hverja bls. En athyglin hverfur brátt frá þessu ytra útliti að því, sem. mætir oss i Ijóðunum. Rímsönglið er orðið svo magnað á þessum siðustu og verstu dögum, að maður er farinn að hrökkva við ef einhver skáldleg hugsun eða tilfinning mætir manni í Ijóði. Og eg hrökk við, er eg lét þessa bók opnast af handahófi, eins og eg venjulega geri við nýjar ljóðabækur, og hitti á þessi erindi:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.