Eimreiðin - 01.04.1919, Síða 63
EIMREIÐINI
RITSJÁ
127
Eg geymi ennþá eldinn
og æskudagsins þrótt.
Með gullinhyrndum hreinum
að heiman ek í nótt.
Með gullinhyrndum hreinum
og hratt mig yfir ber. —
í sálu minni er söngur,
til Sólheima eg fer.
Hér fanst mér anda móti mér einhverjum tárhreinum himin-
svala, alls óskyldum rykinu á Reykjavíkur götunum.
Það er enginn efi, að Stefán frá Hvitadal er skáld, hver sem
hann er. Ef hann er að tala út frá eigin hjarta í Ijóðunum, þá
sýnist hann vera maður hneigður til naulna og lífsgleði, en þjak-
aður af heilsuleysi. Af því að hann nú auk þessa er skáld, og sér
þvi skarpar inn í fylgsni sálarinnar en venja er, kemur þetta
svo átakanlega i Ijós. Pegar syrtir að, leiftrar trúin upp og leggur
»brú til fegri landa«. En sú brú reynist honum haldlaus þegar
um hægist. Pó sér hann, að hún ein muni nægja um síðir, svo
að loks biður hann guð, að láta ekki
-----skammær skin
skekkja úr lagi brúna.
Hreinskilni hans og dirfska er aðdáanleg, en þó verður hann
aldrei að jarðvöðli, eins og oft vill verða um slíka menn. Skáld-
gyðjan gefur honum einhverja silkiglófa, sem gera öll handtök
mjúk og alt hreint, sem liann tekur á.
Hann elskar lika skáldadísina og veit vel, að hann nýtur holl-
ustu henöar. Verði hann snöggvast hræddur um að hafa brotið
af sér hylli hennar, hrekur viðmót hennar þann ótta óðar á brott.
Annars skal eg ekki tala um ákveðin kvæði i bókinni, enda
hefir það verið gert svo víða. Mér finst bókin öll vera skáld-
skapur, spjaldanna milli, þótt ekki sé hún ávalt jafngóð. Það er
laglega af stað farið og ættu fleiri slíkar að fara á eftir. Pá getur
Stefán frá Hvitadal lagt laglegan skerf í guðskistuna.
M. J.