BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Síða 4

BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Síða 4
Fyrsta stjórn og varastjórn Bindindisfélags ökumanna sem kosin var á 1. sam- bandsþingi félagsins 24. júní 1957. Frá vinstri: Guðmundur Jensson, Helgi Hannesson, Vilhjálmur Halldórsson, Sigurgeir Albertsson, for- seti, Þorvaldur Árnason, Ásbjörn Stefánsson, Óðinn S. Geirdal, Pétur Sigurðs- son, Sr. Björn Björnsson, Benedikt S. Bjarklind. Á myndina vantarJens Hólm- geirsson. leita um það samvinnu við önnur þau félög hér á landi og erlendis, er láta sig slík mál varða c) að hafa samvinnu við önnur bindindisfélög um baráttu gegn drykkjuskap og styðja þær aðgerðir, er verða mega til þess að efla almennt bindindi. d) að gæta hagsmuna félagsmanna sinna varðandi bifreiðatryggingar, rekstur farartækja þeirra og á annan hátt, er verða má félags- mönnum til hagsbóta. Hvernig hefur nú gengið hjá ykkur að ná því markmiði sem þú hefur greint frá? — Þegar meta á starf félagasamtaka eins og BFÖ á íslandi ber að hafa í huga, að í landinu búa aðeins um 240.000 manns, og á síðustu ára- tugum hefur ísland æ meir sogast inn í alþjóða- viðskipti efnahags- og ferðamála. Þetta hefur átt sinn sterka þátt í því að áfengis- og önnur vímuefnaneysla meðal íslendinga hefur færst mjög í aukana og þau samtök, er vinna að algjöru bindindi átt erfiðari starfsskilyrði. En erfiðleikarnir eru til þess að sigrast á þeim, og þegar á allt er litið tel ég að vel hafi miðað í starfi samtakanna. Hvað viltu helst nefna til áréttingar þessari skoðun þinni? — Af ýmsu er að taka en eftirfarandi skal nefnt: Samtökin hafa gegnum árin gefið út blöð til túlkunar málstað sínum og má þar nefna blöðin „Umferð", „Brautina“ og BFÖ-blaðið“. Árið 1955 þann 18. ágúst efndu samtökin til „Góðaksturs- keppni“ hinnar fyrstu sinnar tegundar hér á landi, og fékk félagið Steinar Flauge, einn af forystu- mönnum BFÖ í Noregi til að stjórna keppninni er tókst mjög vel, og var nýjung þessari vel tekið og hefur BFÖ efnt til slíkrar keppni all oft síðan. Síðustu árin hefur hæfniskeppni verið haldin í samvinnu við Dagblaðið-Vísi víðsvegar um landið og þá nefnd keppni í ökuleikni. Sigurvegarar í 1. og 2. sæti keppninnar hafa fengið tækifæri til að taka þátt í sambærilegri keppni erlendis og staðið sig mjög vel. Nánar mun sagt frá starfsemi þessari í sérstakri grein hér í blaðinu. Mættum við fá meira að heyra ? — BFÖ hefur gegnum árin átt fulltrúa í Umferðarráði og þannig gefist kostur á að koma þar á framfæri ýmsum áhugamálum og sjónar- miðum sínum. 1968 þegar breytt var úr vinstri umferð hér á •landi í hægri umferð starfaði að þeim málum álitlegur hópur BFÖ félaga. Þegar það mál var í deiglunni og skiptar skoðanir voru um, hvort breyta skyldi frá vinstri- í hægriumferð unnu félagsmenn í BFÖ ötullega að því að fá fólk til fylgis við breytinguna. í dag munu flestir ef ekki allir telja það mikils virði að ekki skyldi beðið lengur með að breyta til í þessum efnum. Samtökin hafa leitast við að vinna að bættri umferðarmenningu bæði með því að fá sem flesta ökumenn til þess að gerast algjörir bindindismenn og með fjölda samþykkta á þingum sínum, er sendar hafa verið til aðila er hafa með umferðar- mál að gera, með erindum og blaðagreinum, með upprifjunarnámskeiðum fyrir ökumenn í sam- vinnu við Ábyrgð hf. — tryggingarfélag bindind- ismanna. Með svo nefndum „Bílakvöldum" en það hafa verið opnir fundir í samvinnu við bílainnflytjendur, er þar hafa kynnt nýjar bílaárgerðir. Jafnframt hafa félagasamtökin verið kynnt á fundum þessum og talað fyrir málstað bindindis. BFÖ hefur tekið þátt í bindindismótum, haft náið og gott samstarf við lögreglu og yfirstjórn umferð- armála, eins við Slysavarnarfélag íslands, og í 4

x

BFÖ-blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.