BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Qupperneq 26

BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Qupperneq 26
gerist þarna? Andrés getur ekki losað sig við þessar hugsanir, það er eins og þær séu alveg grónar í heila hans. Verst er, hvað vegurinn er ósléttur og grýttur í kvöld! Andrés nær tæplega beygjunni þarna niðri í slakkanum. Hann verður blátt áfram hræddur. Lítur á hraðamælinn. Hvað er nú? Hann sýnir áttatíu km hraða. Hvað veldur? Það er undarlegt, hvað gamli Chevrinn er alit í einu orðinn hrað- skreiður. Andrés hagræðir sér aftur í sætinu, lítur á klukkuna og í spegilinn. Nú er hann einmitt inni á miðju þessu langa og eyðilega skógarsvæði. Honum fannst hann sjd tvo Ijósdepla ... Þegar hann skýzt fram hjá hliðarvegi, kemur hann sem snöggvast auga á bíl bak við runna. Hann sér ekki, hvort nokkur maður er í bílnum. En rétt þegar hann er kominn fram hjá, gellur við skot einhvers staðar í nándinni. Andrés lítur í spegilinn og finnst að hann sjái tvo Ijósdepla, sem fara að elta hann. Án þess að hann veiti því athygli, eykur hann hraðann á ný. í hvert skipti, sem hann kemur í beygju, eftir að hafa ekið dálítinn beinan spöl, virðist honum hann sjá Ijósdeplanatvo í bakspegl- inum. Skyldi hann aldrei geta losnað við þá... Snemma næsta morguns, þegar einn af vega- vinnubílunum er á leið til vinnu þarna í nágrenn- inu, sér ökumaðurinn bíl liggjandi á hliðinni inni í skóginum. Maðurinn stöðvar vörubílinn, og þegar hann nálgast hinn bílinn, sér hann, að framrúðan er mölbrotin, og skammt frá liggur maður með höfuðið í grjóthrúgu. Það er Andrés. Höfuðkúpan er brotin. Lögreglurannsokn á slysinu Lögreglunni reyndist torvelt að grafa upp aðdragandann að slysinu og finna orsakir þess. Félagar Andrésar í félagsstjórninni gáfu þær upplýsingar, að á fundinum hefði hann verið eins og hann átti að sér, ef til vill nákvæmur um of og full varfærinn um störf félagsins og stundum nokkuð niðurdreginn. En þannig hafði hann alltaf verið. Annars var hann ágætis náungi, strangheið- arlegur og mjög viðkunnanlegur. Síðar komst lögreglan að því, að tveir unglingar sem höfðu ekki ökuréttindi, höfðu verið þarna á bíl, orðið fyrir vélarbilun í skóginum og þess vegna ýtt bílnum inn á hliðarveg. Þegar þeir voru að fikta við takka og leiðslur í mælaborðinu, til þess að koma bílnum aftur í gang, fór annar gamall Chevrolet fram hjá. „Okkar bíll varð svo fjörugur, þegar hann sá nafna sinn,“ sögðu strákarnir, „að hann sprengdi í útblástursrörinu og fór strax í gang. Vlð ætluðum í kappakstur við hinn bílinn, en hvernig sem á því stóð, þá náðum við honum aldrei." Slysið var talið stafa af of miklum hraða á þröngum og bugðóttum vegi. Ef til vill hafði þreyta einnig átt einhvern þátt í því. Athugun á bílnum leiddi ekki í Ijós neinn tæknigalla, sem hefði getað verið orsök slyssins. Áfengisáhrif voru ekki talin koma til greina. Andrés hafði allt frá barnæsku verið stakur bindindis- maður. Greinargerð umferðarsálfræðings í tilraun sinni til þess að rekja atburðarrásina, leggur lögreglurannsóknin áherzlu á spurninguna hvernig. Hvernig ók Andrés? Á grundvelli þeirra svara, sem þannig hafa fengizt, hafa menn reynt að finna orsakir slyssins. Umferðarsálfræðingur- inn hefur vitanlega einnig nokkurn áhuga á þeirri spurningu, en að hans dómi er langt um mikilvæg- ara að spyrja öðruvísi. Það er spurningin hvers vegna. Hvers vegna ók Andrés þannig? Frá sjónarmiði umferðarsálfræðings eru hugsanleg mistök vegfaranda ekki frumorsök umferðarslyss. Frá hans sjónarmiði eru frumorsakirnar þær hneigðir, sem „liggja á bak við“ og valda því, að ökumaðurinn ekur á þennan hátt. Til þess að geta betur áttað okkur á þeim vandamálum, sem við þurfum að gera okkur grein fyrir, skulum við bera fram nokkrar spurningar, sem geta hjálpað okkur til að finna hið sálfræðilega orsakasamhengi. Sálfræðilegar spurningar, sem lesandinn (eða námsflokkurinn) getur velt fyrir sér. 1. Finnst þér heilabrot og ályktanir Andrésar, meðan á akstrinum stendur, vera á nokkurn hátt undarleg? Hefur þú sjálfur nokkurn tíma verið með svipaðar vangaveltur? 2. Getur þú bent á nokkuð í reynslu ekilsins, sem hefði getað valdið slysinu? Ef svo er, hvað er það þá? 3. Getur þú gefið nokkra skýringu á því, hvers vegna Andrés hagræddi sér svo oft í sætinu við aksturinn, og hvers vegna hraðinn jókst svo mjög, án þess að hann veitti því athygli? Hvernig svo sem þú svarar þessum spurning- um, þá getum við sameiginlega gengið út frá 26

x

BFÖ-blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.