BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 7

BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 7
„Forsetarnir fimm". Frá vinstri: Gunnar, Brynjar, Helgi, Sigurdur og Sveinn. og árið 1979 voru þær orðnar 14, en það var fyrsta árið sem við áttur samstarf við Dagblaðið varðandi framkvæmd keppnanna. 1978 fór fyrsti fulltrúi BFÖ út til að taka þátt í lokakeppni sigurvegara keppnanna í Noregi og Svíþjóð. Okkar fulltrúi var Einar Guðmundsson, síðar framkvæmdastjóri BFÖ. Mikill hluti starfsins þessi fjögur ár fór að sjálfsögðu í mótun ökuleikniskeppnanna. Hins vegar var einnig mikið gert til að hleypa lífi í deildir og stofna nýjar. Við sáum t.d. í ökuleikniskeppn- unum verkefni fyrir deildirnar. Einnig var reynt að sinna deildunum á margvíslegan annan hátt. Þetta starf bar nokkurn árangur með betra starfi deilda og félagafjölgun. Ég minnist mjög ánægjulegs verkefnis er framkvæmt var sumarið 1976. Það var er við fengum til okkar Svía er hélt námskeið í meðferð vélhjóla á sex stöðum um landið, fyrir unglinga 15-16 ára. Framkvæmd námskeiðanna var í samvinnu við skóla og lögreglu á stöðunum og einnig aðstoðaði Umferðarráð okkur. Mér er ógleymanlegur sá áhugi er velunnari BFÖ, Sigurð- ur Ágústsson, sýndi námskeiðum þessum. Hann leiðbeindi og hvatti í undirbúningnum og þegar að framkvæmdinni kom fylgdist hann vel með og gætti þess að ekkert færi úrskeiðis. Vélhjólanám- skeið eru verkefni verðug þess að taka upp á nýjan leik. Þar er þeim sinnt sem eru að hefja veru sína á götunni í þeim frumskógi sem umferðin er. Þar er virkilega hægt að vinna fyrirbyggjandi starf. Margt væri hægt að minanst á, svona þegar litið er með leiftri til baka til þessara fjögurra ára minna sem forseta BFÖ. Ég læt þetta samt nægja, enda er þessi greinarstúfur eflaust þegar farinn að teygja á velvild ritstjóra, allavega hvað lengd snertir. Ég vil segja það að lokum að starfið fyrir BFÖ hefur gefið mér mikið. Ég kynntist frumherjunum. Sumir þeirra eru nú látnir, en allt voru það óvenjulega hæfir menn. Helgi Hannesson er líklega sá maður sem ég hef lært hvað mest af í mínu félagsmálastarfi, enda óvanalega hæfur félagsmálamaður og sterkur persónuleiki. Ég var svo lánsamur að starfa með mjög samhentum stjórnum. Allir voru fullir áhuga og tilbúnir til að takast á við verkefnin. Við slik skilyrði hlýtur einhver árangur að skila sér. Síðast en ekki síst þá gáfu þessi ár mér góða vini, jafnt innlenda sem erlenda og vinir eru ef til vill það sem er manninum mest virði þegar upp er staðið. Núverandi stjórn BFÖ: Aftari röð f. v.: Hákon H. Krist- jónsson, Reynir Ingason, Ingvar Ágústsson og Kristinn Breiðfjörð. Fremri röð f.v.: Elsa Haraldsdóttir, Brynjar Valdimarsson, forseti og Sigurður R. Jónmundsson. Á myndina vantar: Hauk Isfeld, Reyni Sveinsson, Jón S. Halldórsson, Stefán Friðriksson og Björn Kristjánsson. 7

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.