BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 39

BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 39
liðið vor og svo aftur í haust sem leið. Þessi fræðsla var haldin í samvinnu við kvennadeild slysavarnarfélagsins á staðnum. Fenginn var lögregluþjónn úr Hafnarfirði til að fræða börnin um reglur og hættur í umferðinni og lögð megináhersla á hjólreiðar. [ vor var það Sumarliði Guðbjörnsson sem lengi hefur haft með umferðar- fræðslu að gera í skólum í Hafnarfirði. í haust kom svo samstarfsmaður Sumarliða, Kjartan Guð- mundsson og sá hann um fræðsluna í haust ásamt undirbúningi reiðhjólakeppni sem haldin var bæði á ísafirði og í Hnífsdal en Kjartan var einnig með umferðarfræðslu þar. Bókabúð Æskunnar gaf svo bókaverðlaun fyrir sigurvegarana í hverjum ald- ursflokki. Einnig hefur ísafjarðardeildin séð um dreifingu endurskinsmerkja og fengið til þess bæjarstjórn til að kaupa nokkur merki og dreifa. Einnig hefur deildin sjálf selt merki fyrir Umferðarráð. REYKJAVÍKURDEILD Formannaskipti hafa orðið hjá deildinni. Reynir Sveinsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formanns, en situr þó áfram í stjórn. Við tók Elsa Haraldsdóttir, en hún er jafnframt í varastjórn BFÖ. Á döfinni er að kaupa Ijósastillingartæki hjá deildinni og hafa þau þegar verið pöntuð. Ætlunin er að þau verði sett upp á viðgerðarverkstæði í Reykjavík og geta félagar úr BFÖ komið þangað og látið Ijósastilla bíla sína á mjög lágu verði eða jafnvel endurgjaldslaust. Undirbúningur er hafinn að góðakstri á vegum Reykjavíkurdeildar og mun það bara vera veðrið sem heldurafturaf mönnum viðframkvæmd hans. UNGMENNADEILD Stjórn ungmennadeildar hefur margt á prjón- unum þessa dagana. Fyrir dyrum stendur að hafa Ökuleikni á ís. Undirbúningur er hafinn og er verið að bíða eftir rétta veðrinu til að framkvæma keppnina. Sett verður upp braut á ís og er ökumönnum ætlað að aka hana á sem skemmst- um tíma og án þess að gera villur. Einnig stendur til hjá stjórn ungmennadeildar að vera með nokkurs konar ratleik eða fjölskyldurallý en væntanlega verður það ekki fyrr en í sumar. Formaður Ungmennadeildar nú er Sigurður Guð- mundsson og meðstjórnendur eru fvar Guð- mundsson og Smári Hreiðarsson. VIÐ TRYGGJUM BÍLINN í BAK OG Það dugar skammt að dúða bílinn koddum, betra er að tryggja hann og um leið sinn eigin hag með skynsamlegum og hagstæðum tryggingum! Viö bjóðum: Ábyrgðartryggingu Kaskótryggingu Hálfkaskótryggingu Framrúðutryggingu Tryggingafélag bindindismanna Lágmúla 5-105 Reykjavík, sími 83533 39

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.