BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 35

BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 35
aukaþægindi í GLE bílnum. í honum er aö finna rafdrifnar rúöur og rafdrifnar læsingar. Þessa aukahluti má einnig panta sér í GLT bílinn. Mælaboröiö er mjög stílhreint og auðvelt fyrir ökumann að lesa á þá. ( mælaborði er auk hraöamælis, snúningshraðamælir, hitamælir og klukka. Gjarnan hefði mátt vera smurþrýstimælir og hleðslumælir í svo vönduðum bíl, en þar var aðeins Ijós. Báðir bílarnir voru með sambyggt útvarp og kasettutæki frá Volvo tengd við 4 hátalara í bílnum. Þessi tæki eru mjög nýtískuleg með fljótandi kristal, sjálfvirkum leitara og 6 rása stillanlegum stöðvum. Innbyggður kraftmagnari gerði það af verkum að FM þylgjan var mjög tær og stöðug, auk þess sem hljómgæði jukust verulega. GLT bíllinn er svokölluð Hatchback gerð og er þá skottið og farþegarýmið samtengt. Þetta auðveldar alla flutninga því hægt er að leggja aftursætið niður og framsætið farþegamegin og er þá mjög rúmgott plass til hvers konar vöruflutn- inga. GLE bíllinn er hinsvegar svo kölluð sedan gerð. Hann hefur lengra skott en GLT bíllinn og er það ekki opnanlegt inn í farþegarýmið. Það er þó mjög rúmgott og tekur 362 lítra. Því er hægt að opna miðju baksins í afturstætinu og stinga þar inn löngum mjóum hlutum sem flytja þarf. í bæjarakstri eru báðir bílarnir mjög liprir og hafa ekki nema 4.20 metra beygjuradíus, sem þykir vist mjög gott. Hópurinn reyndi bílana í þrautaakstri ekki ósvipuðum Ökuleikni og va hópurinn sammála því að þar fengi hann góða 'dóma fyrir lipurð og gott útsýni út um alla glugga. Vegna þess að gírkassinn er við afturhásingu, er bíllinn ekki eins léttur að aftan og aðrir sem eru svipaðir að gerð. þetta gerir bílinn stöðugri í akstri úti á vegi og gerir það að verkum að bíllinn dansar ekki með afturendann. Eins og margir bílar í dag er Volvo 360 bíllinn með sérstök Ijós til notkunar á hraðbrautum í lélegu skyggni og þoku. Þessi Ijós eru annars vegar sérstakir kastarar innbyggðir í „spoiler" undir stuðara að framan og skær rauð Ijós að aftan. Miðstöðvarkerfið er mjög gott. Sterkur blásari og gott loftræstikerfi eykur mjög vellíðan ökumanns og farþega og ef fólk vill er hægt að skipta um loft inni í bílnum þrisvar á mínútu. í ökumannssætinu er innbyggður rafmagnshitari sem fer sjálfkrafa í gang þegar bíllinn er settur kaldur í gang. Ökumannssætið er því heitt fljótlega eftir gang- setningu og er það til að auka vellíðan. Eins og fyrr sagði þá var bílunum ekið eftir hraðbrautum Hollands, Þýskalands og til Vínar í Austurríki, og afturtil baka til Hollands. Og eftirað hafa ekið samtals 6000 km á báðum bílunum voru allir í hópnum sammála því að vart fengjust þægilegri bílar í akstri á svo langri leið. Þegar hópurinn kom aftur á Schipool flugvöll í Amster- dam, voru bílarnir skildir þar eftir og umboðsmenn Volvo í Amsterdam komu og sóttu þá. Einar Guðmundsson Volvo 360 GLE. Glæsilegur bíll. 35

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.