BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Side 19

BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Side 19
Jólalamanak BFÖ hefur undanfarin ár gefið út jólaalmanak fyrir desembermánuð. Hefur þá hver dagur mánaðarins haft sitt heilræði. Jólaalmanakinu hefur verið dreift til félagsmanna og víðar. Hefur þetta vakið mikla hrifningu yngri kynslóðarinnar. Nú er einmitt í undirbúningi slíkt jólaalmanak, en þó með þeirri breytingu að því fylgir nú dagatal fyrir árið 1984. Með þessu móti eykst notagiidi og kynningar- gildi almanaksins en megin auglýsingagildið felst í því að hvatt ertil nota bílbelta einnig í aftursæti. Til að fjármagna almanakið eru nokkur fyrirtæki fengin til að auglýsa á því. Umferðarfræðsla á vegum ísafjarðardeildar Tvisvar sinnum á síðasta starfstímabili efndi (safjarðardeildin til umferðarfræðslu með aðstoð stjórnar BFÖ, í maí 1983 og í september 1983. Kostnaður var greiddur í sameiningu af stjórn BFÖ, ísafjarðardeild og styrkur fékkst frá bæjar- sjóði ísafjarðar. Tveir lögreglumenn úr Hafnarfirði, þeir Sumar- liði Guðbjörnsson og Kjartan Guðmundsson tók- ust ferð á hendur til ísafjarðar þar sem þeir voru með umferðarfræðslu í skólum bæjarins, auk þess sem hjólreiðarkeppni var haldin meðal skólabarna og gaf Bókabúð Æskunnar verðlaun til keppninnar. Þessi umferðarfræðsla vakti mikla athygli á ísafirði og var gerður góður rómur að henni. Vonandi getur orðið framhald á þessu og eru ísfirðingar hvattirtil að láta ekki þráðinn niðurfalla. Samskipti við innlenda aðila BFÖ er aðili að nokkrum innlendum samtökum, en þau eru: Umferðarráð. Þar hefur BFÖ átt fulltrúa nær allt frá stofnun ráðsins. Haukur ísfeld hefur um langt árabil verið aðalfulltrúi BFÖ í Umferðarráði. Hann hefur nú óskað eftir að verða leystur undan því embætti og vil ég í því sambandi þakka Hauki sérstaklega góð störf fyrir BFÖ á vettvangi Umferðarráðs og minni á að oftar en einu sinni hefur Haukur barist hart fyrir ýmsum baráttu- málum BFÖ innan Umferðarráðs, og má þar til nefna lögleiðingu bílbelta. Átak gegn áfengi. Fjölmörg félagasamtök hafa undanfarin ár staðið að sameiginlegu kynningar- og fræðsluverkefni undir kjörorðunum átak gegn áfengi. Hefur starfsemin byggst á ýmiskonar útgáfu kynningarefnis, bæklinga, veggspjalda o.fl. Kristinn Breiðfjörð er fulltrúi BFÖ í þessu samstarfi. Skóvinnustofa Halldórs Guðbjörnssonar Hrísateigi 19 104 Reykjavík, s. 32140 Skrifvélin Suðurlandsbraut 12, 105 Reykjavík, s. 32140 Smjörlíki hf. Þverholti 19 105 Reykjavík, s. 26300 Smurstöð ESSO Stórahjalla 2, 200 Kópavogi, s. 43430-71805 Sómi Hamraborg 10 200 Kópavogi, s. 44600 Sparisjóður Keflavíkur Suðurgötu 6, 230 Keflavík, s_. 92-2800 Sparisjóður Kópavogs Digranesvegi 10 200 Kópavogi, s. 41900 Sparisjóður Siglufjarðar Túngötu 3, Siglufirði, s. 96-71197 Sparisjóður vélstjóra Borgartúni 18, 105 Reykjavík Sveinn Egilsson hf. Skeifunni 17, 108 Reykjavík, s. 85100 Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna Aðalstræti 6, 101 Reykjavik, s. 22280 Söluturninn Grensásvegi 50 108 Reykjavík, s. 37260 Söluturninn Hárið, Efstalandi 26, 108 Reykjavík, s. 39522 Toyota-umboðið, P. Samúelsson Nýbýlavegi 8, 200 Kópavogi, s. 44144 Trésmiðja Eyjólfs Eðvaldssonar Sólvallagötu 48 101 Reykjavík, s. 39522 Landssambandið gegn afengisbölinu. Oft hef- ur manni fundist að þeim kjörna vettvangi sem LGÁ er, sé ekki nægjanlega mikill gaumur gefinn til að ná fram ýmsum úrbótum í áfengismálum. í LGÁ eru fjölmörg félagasamtök sem vissulega ættu að geta tekið höndum saman og látið verulega gott af sér leiða í þeim efnum. Leifur Halldórsson og Stefán Jónatansson hafa verið fulltrúar BFÖ á aðalfundum LGÁ. Landssamband íslenskra akstursíþróttafé- laga - LÍA. Lítið hefur verið um samskipti hér á milli, enda finnst stjórn BFÖ að LÍA gefi of lítinn 19

x

BFÖ-blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.