BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 3

BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 3
HELGIHANNESSON 1967 -1975 Efni þessa blaðs er sérstaklega tengt þeim tímamótum Bindindisfélags ökumanna að eiga nú að baki 30 ára starf. í því tilefni snéri BFÖ blaðið sér til Helga Hannessonar, deildarstjóra og ræddi við hann um starfog stefnumið B.F.Ö. á liðnum árum, en Helgi er einn þeirra manna, sem í áraraðir hefur unnið að vexti og viðgangi þessara félagssamtaka. Hann gerðist snemma virkur starfskraftur innan þeirra, var formaður Reykjavíkur- og Hafnarfjarðardeildar BFÖ um árabil, og þegar skipulagi BFÖ var breytt á þann veg 1957 að Landssamband BFÖ var stofnað var Helgi kjörinn í sambands- stjórnina og átti hann sæti í henni allt til ársins 1975 að hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en þá var hann búinn að vera forseti sambandsins síðustu átta árin. Hver voru tildrög að stofnun Bindindisfélags ökumanna? — Aðal hvatamenn að stofnun samtakanna voru þeir Ásbjörn Stefánsson læknir, Pétur Sig- urðsson, ritstjóri og Sigurgeir Albertsson, húsa- smíðameistari, en þeir höfðu kynnst starfsemi Bindindisfélaga ökumanna bæði í Noregi og Svíþjóð. Hvenær voru samtökin stofnuð? — Það var 1953. Það ár var haldið í Reykjavík Norrænt bindindisþing. Þing þetta sóttu margir mætir menn úr stjórnarnefnd NUAT-Nordisk Union For Alkoholfri Trafikk. Þann 31. júlí þetta sumar var haldinn fundur á Hótel Borg, þar sem mættir voru níu fulltrúar frá Svíþjóð, fimm frá íslandi og einn fulltrúi frá hverju landanna: Danmörku, Finnlandi og Noregi. Á fundi þessum var ákveðið að stofna Bindindisfélag ökumanna á íslandi, jafnframt var samþykkt að BFÖ gerðist formlegur aðili að NUAT, en einmitt þennan dag 1926 var M.H.F. - Motorförernes Helnykterhedsforþund stofnað í Svíþjóð. Á fundinum var samþykkt að halda framhalds- stofnfund síðar, og var hann haldinn 29. seþt- ember 1953, og teljum við hann stofndag fé- lagsins. Milli norrænu BFÖ félaganna er fyrir voru og félags okkar hefur jafnan verið mikið og gott samstarf. Samhugur og hugsjónatengslin komu vel í Ijós 1973, þegar BFÖ. - (M.H.F.) - í Svíþjóð efndi til fjársöfnunar meðal félagsmanna sinna til stuðn- ings Vestmannaeyingum vegna eldgossins í Heimaey, og afhentu BFÖ á fslandi yfir tvær milljónir ísl. króna í þessu skyni.- Hvernig erskipulag BFÖ og hvert er markmiðið? — Fyrstu fjögur árin var eitt félag fyrir Hafnar- fjörð og Reykjavík. Ennfremur voru 10 félög eða deildir víðsvegar úti á landi. Þann 24. júní 1957 stofnuðu þessi félög Landssamband BFÖ og hefur starfsemin verið í því formi síðan. Ég vil gjarnan koma því að hér, að BFÖ — félögin eru samtök manna sem rétt hafa til þess að stjórna vélknúnum farartækjum og eru algjörir bindindismenn. Varðandi markmið samtakanna er því til að svara, að í lögum þeirra segir í 2. gr. svo m.a.: Tilgangur sambandsins er: a) að stuðla að auknu umferðaröryggi með því að fá sem flesta ökumenn til þess að gjörast algjörir þindindismenn. b) að auka og efla á annan hátt umferðar- öryggi og umferðarmenningu í orði og verki og 3

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.