BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 21

BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 21
1971, því næst Toyota Hiace árgerö 1977 og síðan núverandi bifreið Toyota Hiace árgerð 1981, sem félagið keypti í apríl 1982 fyrir krónur 116.000, en söluverð eldri bíls var kr. 84.000. Óhætt er að fullyrða að hvar sem BFÖ-bíllinn er á ferðinni, þá vekur hann óskipta athygli vegfar- enda, svo fagurlega er hann jafnan skreyttur með auglýsingum og hvatningarorðum til ökumanna, að maður tali nú ekki um það fordæmi sem bíllinn gefur í umferðrreglunum og öðrum góðum siðum í umferðinni. Þá hefur bíllinn verið búinn ýmsum nauðsyn- legum búnaði, s.s. gjallarhornum, talstöð og sérstaklega búnum innréttingum svo bíllinn geti bæði þjónað hlutverki sínu sem stjórnstöð Öku- leikninnar og bústaður framkvæmdastjórans á ferð hans um landið. Tölvuvæðing félagaskrár BFÖ BFÖ hefur nú félagaskrá sína inní tölvu þeirri sem Ábyrgð hf. hefur aðgang að. Með því móti er á allan hátt auðveldara með félagaskrána að fara og hvort heldur þarf að skrifa félagsgjöldin á gíróseðla, félagaskrána á límmiða eða senda út happdrættismiða, þá tekur það nú skamma stund og er mikill vinnusparnaður fyrir framkvæmda- stjórann, auk þess sem auðveldara er með alla tölvuskráningu að fara, innan skrifstofunnar. Hér hefur félagið mætt mjög góðum skilningi forsvarsmanna Ábyrgðar hf. og hafa þeir leyft félaginu að hafa aðgang að tölvuskermi og prentara, þegar þörf er á. Félagafjölgun Eins og fram kom áður í skýrslu þessari eru félagar í BFÖ nú um 850 talsins. Sá fjöldi hefur haldist nokkuð jafn um skeið. Síðast þegar efnt vartil kerfisbundinnar félaga- fjölgunar gaf hún mjög góða raun og fjölmargir nýir félagar bættust í hópinn. Engin ástæða er til að ætla að slíkt hið sama megi ekki gera aftur. BFÖ hefur m.a. aðgang að tryggingatökum Ábyrgðar hf. og þangað má ef- laust sækja marga nýja félaga. Setjum okkur því markmið að geta talað um 1.000 félaga í BFÖ á næsta ársþingi eftir tvö ár. Þjónustuafsláttur - félagaafsláttur Nú veita um 30 fyrirtæki BFÖ-félögum afslátt af vörum sínum og þjónustu. Ljóst er, að þegar einstaklingur veltir því fyrir sér hvort hann ætti að ganga í félagið þá spyr hann sig m.a. að því hvað hann sjálfur fái fjárhagslega í sinn hlut. Slíkur afsláttur hefur leitt í Ijós, að menn eru reiðubúnari til þátttöku ef þjónustan við félags- menn er á þann veg að félagsgjaldið megi „niðurgreiða" með einhverju móti. Við þurfum því að fjölga verulega þessum fyrirtækjum um land allt. Ýmis konar þjónusta er jafnan látin í té við félagsmenn. Hér er þó einkum EKKERT FÆR STOPPAÐ ÞETTA TRÖLL! Viðundur frá Ameríku. Þessi vígalegi jeppi ber nafnið „Bigfoot 2“ og er einn sá öflugasti í heiminum. Þessi della er tiltölu- lega ung í USA en virkilega áber- andi. hvert dekk vegur hátt í hálft tonn og bæði þarf vélin að vera öflug svo og hásingarnar. „Bigfoot 2“ er þriggja metra hár, rúmlega fjögurra metra breiður og vegur 6.5 tonn. Bíllinn var upprunalega Ford pick-up og vóg þá aðeins um 2.200 kg. Það nýjasta hjá ferlíkja- eigendunum er að metast um það hversu marga fólksbíla þeir geta eyðilagt á mínútu. Síðast þegar til fréttist hafði einum þeirra tekist að rústa 38 á einni mínútu. 21

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.