BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 5

BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 5
Forseti MHF - MOTOR- FÖRARNAS HELNYKTER- HEDSFORBUND - Henrik Klackenberg ríkisráðs- maður (t.h.) afhendir for- seta B.F.Ö. Helga Hann- essyni (t.v.) á Landsfundi samtakanna í Landskrona 1973 ávísun fyrir fé því, er félagsmenn MHF söfnuðu til aðstoðar Vestmanna- eyingum að upphæð sænskarkr. 100.000.00. Á miðri myndinni er Arne Prytz, aðalræðismaður Islands í Malmö. samvinnu við það gaf BFÖ út 1964 merka bók, varðandi akstur og umferð er heitir „maðurinn við stýrið" eftir sænska rektorinn Áke Carnelid. Er æskufólk virkt í starfi hjá BFÖ? — Þessari spurningu er auðsvarað játandi. Það hefur ávallt verið talsvert um það, að æskufólk tæki virkan þátt í störfum samtakanna og á sambandsþinginu 1979 var sérstök ungmenna- deild stofnuð innan BFÖ nokkurskonar æskulýðs- klúbbur fyrir ungt ökufólk, bifhjóla og bifreiða, þar sem leiðbeint er um umferð og notkun slíkra ökutækja og aukið öryggi. Ungmennadeildin hefur efnt til „Góðaksturkeppni" á vélknúnum hjólum, staðið fyrir ferðalögum o.fl. Þá hefur verið leitasst við að veita ungmennum fræðslu um skaðsemi vínnautnar og lögð á það áhersla að hún á ekki samleið með umferðar- menningu og öryggi. Það eru náin tengsl milli BFÖ og Ábyrgðar hf. — tryggingarfélags bindindismanna, erþað ekki? — Jú, þau eru mjög náin og góð, enda má líta á Ábyrgð hf., sem afkomanda BFÖ. Hvernig þá? — Eins og áður hefur komið fram er markmið BFÖ meðal annars að vinna að aukinni bindindis- semi meðal ökumanna, ásamt aukinni umferðar- menningu og bættum hag bindindissamra öku- manna, en þar eru tryggingamálin efst á baugi. Þess vegna var eitt meðal fyrstu verkefna BFÖ að leitast við að útvega félagsmönnum BFÖ hagstæðari tryggingar fyrir ökutæki sín en verið hafði. í þessu augnamiði leitaði stjórn BFÖ til Ansvar International Ltd. í Svíþjóð, er af mikilli hjálpfýsi veitti okkur alla þá fyrirgreiðslu í máli þessu er að gagni mátti koma. Ákveðið var að stofna umboðs- félag Ansvars hér á landi í hlutafélagsformi og hlaut það nafnið Ábyrgð hf. Stofnfundur félagsins var haldinn 16. ágúst 1960. Fyrst í stað var starfsemi Ábyrgðar hf. eingöngu miðuð við bifreiðatryggingar, og fyrsta tryggingarskírteinið gefið út 14. mars 1961. En fljótlega jók félagið starfsemi sína og hefur nú á boðstólum aðrar fjölþættar tryggingar. Sumar hverjar áður óþekktar hér á landi. Þá innleiddi Ábyrgð hf. þegar ( upphafi ýmsar nýjungar í bifreiðatryggingum, sem önnur trygg- ingafélög hafa svo einnig tekið upp. Vöxtur og viðgangur Ábyrgðar hf. hefur verið nokkuð jafn og árleg aukning viðskiptavina. í lok fyrsta starfsárs var tala tryggðra bifreiða hjá félaginu 453, en í ár eru bílatryggingar 5.500 og aðrar tryggingar 4.500. Þegar til þess er litið að eingöngu bindindis- menn geta fengið tryggingu hjá félaginu og markaðurinn því takmarkaður er full ástæða fyrir BFÖ að vera ánægt með þennan afkomanda sinn. Árið 1982 var starfsemi Ábyrgðar hf. breytt þannig að nú er félagið ekki lengur umboðsfélag fyrir Ansvar, heldur íslenskt tryggingafélag bind- indismanna. Hvað viltu svo segja að lokum? — Það segir sig sjálft að í viðtali eins og þessu verður á engan hátt rakin saga BFÖ svo vel sé, heldur stiklað á því helsta, er gefið gæti sem gleggsta mynd af starfi samtakanna. Ég vil svo í lokin leggja áherslu á það, að eins og nú er komið áfengisneyslu þjóðarinnar er þess knýjandi þörf að mönnum verði Ijóst að til þess að sigrar vinnist í baráttunni gegn áfengisböli því er nú flæðir yfir landið, þá þarf fyrst og fremst að stórauka og treysta alla fyrirbyggjandi starfsemi í þessum efnum. Bindindi verður ávallt númer eitt. Það er góðra gjalda vert að gera tilraunir til þess 5

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.