BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 8

BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 8
GUNNAR ÞORLÁKSSON 1979 -1981 Það var Ijúft og spennandi að starfa að málefnum Bindindisfélgs ökumanna. Þar skipti mestu að markmiðin voru jákvæð störf í almennu félagslífi og unnið var að bindindi og bættri umferðarmenningu, og jafnframt að unnið var með glöðum hópi að framkvæmdinni, fólki sem starfaði saman í eindrægni og einlægni og gerði það sem best það gat hverju sinni. Ljóst er að þátttaka í almennu fundarstarfi á ekki upp á pallborðið hjá nútímafólki. Kemur þar ýmislegt til. Lengri vinnutími, sjónvarp og svo sú staðreynd að þeir sem helst gefa sig að frjálsu félagsstarfi eru jafnframt bundnir í fjölda annarra félaga sem kalla sífellt á starfskrafta. Mér er það mikil ánægja að rifja upp þau starfsár mín í BFÖ þegar ég sat á forsetastól, en það var tímabilið frá nóvember 1979 til nóvember 1981. Mig óraði ekki fyrir því þá, þegar félagið klifaði sífellt á notkun öryggisbelta í bifreiðum, myndi ég þrem árum síðar sitja við að minnast þess, og hafa þá nýlega upplifað sjálfur að bílbelti var lífgjöf mín í umferðarslysi. Já, ég upplifði þessa lífs- reynslu nýlega. Ég var með beltið sþennt, og hef reyndar verið frá því ég kom í stjórn BFÖ, en áður stóð ég sjálfan mig að því að nota það aðeins í utanbæjarakstri. Fyrir þessa hvatningu BFÖ vil ég þakka hér og nú, um leið og ég hvet alla til þrotlausrar baráttu fyrir notkun bílbelta, bæði í fram og aftursæti. í minni forsetatíð var það einkum þrennt sem ég vil minnast á hér: Fjármálin voru þá og eru grundvöllur starfsins, og horfði ekki vel haustið 1979, eftir mikilvirk og dugandi störf fyrri stjórnar. Við settum þá af stað happdrætti, vinningum var safnað og salan reynd á fleiri miðum en áður. Auk þess var hafin útgáfa BFÖ blaðsins sem innihélt markvissa auglýsingasöfnun. Þetfa tvennt gerði gæfumun á ótrúlega skömmum tíma, og gerði mögulegt að framkvæma það sem ég segi frá hér á eftir. Tölvuvinnsla félagaskrár fór fram á árinu 1980, til mikilla þæginda fyrir stjórnendur félagsins. Þetta var mikil tímabundin vinna sem allir stjórnar- menn tóku þátt í, en hefur síðan nýst á margan vinnusparandi hátt í starfinu. Félagaskráin, inn- heimtan, útsending blaða, útsending happdrættis- miða og yfirlit þegar óskað er eftir, léttir mjög alla vinnu og gerir hlutina aðgengilegri og réttari. BFÖ bíllinn. Sá draumur margra að félagið Frá liðnum dögum. Svipmynd frá ársþingi 1971 8

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.