BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 23

BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 23
bæöi með þeim peningagjöfum sem afhentarvoru þar og einnig meö samskotum meöal veislugesta. Má því segja að fáninn hafi verið kærkomin afmælisgjöf. Heiðursfélagar Á afmælishátíöinni 24. september s.l. voru 7 menn kjörnir heiðursfélagar BFÖ, þsir eru: Guömundur Jensson, Leifur Halldórsson, Þor- lákur Jónsson, Gissur Pálsson, Gunnar Jónsson, Jón Hoffmann og Þorkell Ásmundsson. Aðrir núlifandi heiðursfélagar BFÖ eru: Helgi Hannesson, Njáll Þórarinsson, Jens Hólmgeirsson, Óðinn S. Geirdal, Gunnar Árnason og Steinar Hauge. Látnir heiðursfélagar eru: Sveinbjörn Jónsson, Pétur Sigurðsson og Bryn- leifur Tóbíasson. Lokaorð Góðir félagar. Ég vona svo sannarlega að ég hafi ekki verið of svadsýnn í skýrslu minni. Til þess er heldur engin ástæða. Vissulega má benda á margt sem betur hefði mátt fara í tíð núverandi stjórnar BFÖ. Sumum málum hefði ugglaust farnast betur, hefðum við lagt meiri vinnu í þau og einnig fyrirfundust verkefni sem aldrei komust til framkvæmda. En hvað er það sem í raun markar árangur í félagsstarfi. Er það langur listi yfir verkefni, sem æskilegt væri að framkvæma? Varla. Það eru ekki orð, heldur athafnir, sem hér skipta máli. Bindindisfélag ökumanna er ekki fjöldahreyfing og reynslan sýnir okkur að tiltölulega mjög fáir félagar koma í raun nærri félagsstarfinu — því miður. Æskilegt væri að fleiri kæmu til starfa og gerðu hlut félagsins enn meiri. En vissan um að verið sé að vinna að góðum málefnum, vissan um að Ijúka megi framkvæmd ákveðinna verkefna og ekki síst veran í góðum félagsskap fólks sem vill vinna sameiginlega að áhugamálum sínum, það er mælikvarðinn á gott félagsstarf. Félagar góðir. Ég hef ákveðið að gefa ekki aftur kost á mér til forsetaembættis hjá BFÖ. Þessi tvö ár í því embætti hafa verið mér lærdómsrík og ánægjuleg. Ég hef átt gott samstarf við fjölda fólks og öðlast ómetanlega reynslu í samvinnu við félagsmenn. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka fyrir mig og þó einkanlega vil ég þakka vini mínum Einari Guðmundssyni fyrir aldeilis frábært samstarf. Ég óska eftirmanni mínum í embætti alls hins besta og hvet félagsmenn í BFÖ til að leggja hönd á plóginn á næsta starfstímabili, félaginu okkar til heilla. Fram til baráttu fýrir bindindi og bættri umferðarmenningu. Sigurður R. Jónmundsson Fombíla- klúbbur s Islands Jóhann E. Björnsson Fornbílaklúbbur íslands var stofnaður á upp- stigningardag, 19. maí 1977 og voru stofnfélagar um 80. Megin hlutverk klúbbsins er: a) að efla samheldni meðal eigenda og áhugamanna um gamla bíla. b) að gæta hagsmuna eigenda gamalla bíla í hvívetna og vera í fyrirsvari fyrir þá gagnvart innlendum og erlendum aðilum c) að vekja áhuga og skilning á gömlum bílum, varðveislu þeirra og minjagildi. Fornbílaklúbburinn hefur allt frá stofnun leitast við að hafa forgöngu um varðveislu gamalla bíla og ekki sfst bíla, sem hafa sögulegt gildi. Klúbburinn skilgreinir það á víðan hátt, hvað telst gamall bíll, endamegaallirbílarteljastgamlirsem ná því að verða 20 ára við okkar aðstæður. Klúbburinn telur mikilvægt að fornbílar séu varðveittir sem best, sem minjar um mesta breytinga- og þróunarskeið í sögu íslands. 1 Starfsemi klúbbsins hefur verið blómleg þau ár sem hann hefur starfað. Margir klúbbfélagar eru virkir í starfi í hinum ýmsu nefndum klúbbsins. Má þar nefna félagatengslanefnd, sem annastfélags- heimili klúbbsins, sem opið er öllum félögum og áhugamönnum einu sinni í mánuði yfir vetrar- mánuðina. Ferðanefnd skipuleggur hópakstur á fornbílum á sumrin. Geymsluhúsnefnd annast hús klúbbsins, þar sem félagar geta geymt bíla sína, og þar sem varahlutalager klúbbsins er 23

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.