BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 15

BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 15
BFÖ-bíHinn - Stjórnstöð á hjólum. Umferðarráð hafði nokkurs konar yfirumsjón og stjórn með öllu því sem unnið var að á þessum vettvangi og bæði gerði tillögur og óskaði eftir því að sem flest félagasamtök tækju þátt. Framlag BFÖ var með ýmsu móti. ( Ökuleikn- inni var nú s.l. sumar lögð meiri áhersla á umferðaröryggi en áður hefur verið, einkum í umferðarspurningunum, sem lagðar voru fyrir keppendur. Félagið gaf út og dreifði upplýsinga- bæklingi um BFÖ, bæði markmið og leiðir, en þar var einnig fjallað um umferðaröryggisárið. Þessum bæklingi var dreift um allt land í sumar í tengslum við Ökuleiknina. Félagið tók þátt í ýmsum fundum og ráðstefnum sem tengdust umferðaröryggisárinu og þá gjarnan fundum sem önnur félagasamtök stóðu að. Þá var nú nýverið, nánar tiltekið 23.-25. september haldin hér í Reykjavík norræn ráð- stefna á vegum BFÖ og NUAT-Ungdom, er fjallaði um unga fólkið í umferðinni frá ýmsum sjónarhornum séð. Ýmsum innlendum og erlend- um gestum var boðið á ráðstefnuna, aðilum sem starfa í tengslum við umferðaröryggismál, lög- gæslu og dómsmál. Um árangur þessa norræna umferðaröryggis- árs er kannski erfitt að dæma á þessari stundu. Þó er ég þess fullviss að öll markviss fræðsla og upplýsingastarfsemi er af hinu góða og leiðir huga almennings að því að margt má betur fara í umferðinni. En það er einmitt einstaklingur- inn sjálfur, sem leikur aðalhlutverið í sjónarspili umferðarinnar. Það er tillitssemin sem er aðal- atriðið, þolinmæðin við náungann og sú tilhugsun að einn góðan veðurdag þurfi maður sjálfur að verða hennar aðnjótandi. Ökuleikni ökuleiknikeppnirnar 1982 og 1983 fóru í alla staði mjög vel fram. Augljóst er að keppnirnar eru farnar að skipa sér fastan sess í bæjarlífi margra kaupstaða sem heimsóttir eru og ýmsir byrjunar- örðugleikar eru nú úr sögunni. Auðvelt reynist að fá keppendur, en þó eru stærri staðirnir erfiðari hvað það snertir, eins og áhuginn sé þar minni, eða e.t.v. framboðið á dægrastyttingu þeim mun meira en á smærri stöðunum úti á landi. Tæplega 600 manns tóku þátt í Ökuleiknis- keppnum samtals þessi tvö ár. BFÖ hefur verið í samstarfi við Dagblaðið-Vísi, en í blaðinu hafa birst greinar og myndir frá keppnunum. Þetta samstarf hefur farið batnandi og voru stjórnendur Ökuleikninnar mjög ánægðir með það hversu góð skil blaðið gerði kepþnunum s.l.sumar. Þá hefur Sambandið, véladeild lánað bíla til úrslitakeppnanna og greiddi farseðil fararstjór- ans til norrænu keppninnar árið 1982. Ýmsir aðilar, fyrirtæki og einstaklingar úti um allt land og hér á Reykjavíkursvæðinu hafa síðan gefið verðlaun til keppnanna og þar að auki auglýsa jafnan nokkur fyrirtæki á BFÖ-bílnum. Allt hefur þetta hjálpast að til að greiða niður þann mikla kostnað sem af Ökuleikninni er. Hvort árið um sig voru heimsóttir milli 20 og 25 staðir um landið og hefur Einar Guðmundsson, framkvæmdastjóri BFÖ séð um keppnirnar og notað til þess sendibifreið félagsins, sem er af gerðinni Toyota Hiace, árgerð 1981. Samanstendur þá dagskráin af hálfsmánaðar hringferð um landið og síðan keppnum hér í nágrenni Reykjavíkur, allt frá Garði og austur á Hellu. Á s.l. sumri var í fyrsta skipti keppt í sérstökum kvennariðli og var þátttakan vonum framar. Sumarið 1982 hafði BFÖ þó í fyrsta skipti sent stúlku til keppni ásamt tveimur piltum í norrænu ökuleiknina. 15

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.