BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 13

BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 13
Nokkrir heiðursfélagar BFÖ: F. i/.; Gunnar Árnason, Þorlákur Jónsson, Helgi Hannesson, Jón Hoffmann, Lelfur Hall- dórsson, Þorkell Ásmundsson og Gissur Pálsson. Starfsskýrsla BFO 14. nóvember 1981 -12. nóvember 1983 notkun herbergi þaö sem BFÖ hefur haft til afnota og er þetta einna bagalegast á sumrin, þegar framkvæmdastjóri BFÖer í fullu starfi hjáfélaginu. Þó hefur þetta allt saman blessast en mér býður í grun að á stundum breytist heimili Einars ekki einungis í skrifstofu BFÖ, heldur og einnig verkstæði. Þetta leiðir hugann að því að allt geymsluhús- næði BFÖ er af mjög skornum skammti og kemur það sér afar illa, þar sem mikið leggst til af alls konar skjölum, bæklingum og bréfum og ekki síður af ýmsum tækjum sem notuð eru í Ökuleikniskeppnunum. Þó eru nú blikur á lofti um að úr þessu kunni að rætast fljótlega, því félagið hefur vonir um að geta fengið geymsluaðstöðu í nýbyggðu geymsluhús- næði Ábyrgðar hf. Starfsáætlun Stjórn félagsins hefur freistað þess að vinna eftir uppsettum starfsáætlunum árin 1982 og 1983. Vissulega mótast slíka áætlanir fyrst og fremst af föstum liðum eins og venjulega en alltaf eru þó ný verkefni öðru hvoru á dagskránni og má þar t.d. nefna ráðstefnuhald, útgáfu ýmis konar kynning- ar- og fræðsluefnis o.fl. Einnig var yfirstandandi ár norrænt umferðar- öryggisár og var þess minnst á ýmsan hátt í starfsemi BFÖ. Mjög mikilvægt er að við gerum okkur grein fyrir raunhæfum verkefnum félagsins. Við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti og setja á starfsáætl- unina þau verkefni sem nokkur vissa er fyrir að við leysum af hendi á sómasamlegan hátt. Við erum ekki fjölmenn samtök og það eru ekki að tiltölu margir sem hafa hina daglegu stjórn og starfsemi með höndum. Þetta hefur stjórnin reynt að hafa að leiðarljósi undanfarin 2 ár. Eins og fram kemur í dagskrá þessa ársþings er gert ráð fyrir hópumræðum hér á eftir m.a. um starfaáætlun BFÖ næstu 2 árin. Mikilvægt er að fram komi hugmyndir um ýmsar nýjungar sem 13

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.