BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 25

BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 25
MAÐURINN VIÐ STÝRIÐ Fyrir réttum tuttugu árum síðan kom út hér á landi bókin „maðurinn við stýrið“. Bókin fjallar um mannlega hegðun í umferðinni og skyggnist á bak við tjöldin, ef svo má að orði komast. Leitast er við að svara spurningum eins og: Hvers vegna hegða ökumenn sér eins og þeir gera? Hvaða mannlegu þættir leiða til umferðar- óhappa? Hvað er til ráða til að auka umferðarör- yggi? Höfundur bókarinnar á frummálinu er Ake Carnelid. Bókin var gefin út hér á landi að tilstuðlan Bindindisfélags ökumanna og Slysavarnafélags íslands, en að þýðingu bókarinnar unnu Skúli Jensson lögfræðingur, Ásbjörn Stefánsson, lækn- ir, prófessor Símon Jóh. Ágústsson, Árni Böðv- arsson cand mag. og Ólafur Gunnarsson sálfræð- ingur. Útgefandi bókarinnar var Hafsteinn Guð- mundsson. Þegar bókin kom nú nýverið upp í hendurnar á mér eftir áralanga veru í bókaskápnum sýndist mér að efni hennar ætti jafn mikið erindi við okkur ökumenn dagsins í dag og hún átti fyrir 20 árum. Því munum við birta í næstu BFÖ-blöðum kafla úr bókinni „Maðurinn við stýrið" og í þessu blaði birtist hluti fyrsta kaflans, sem ber yfirskriftina „Sálfræðileg vandamál umferðarinnar". Kaflinn segir frá þremur ökumönnum, Andrési, Pétri og Leifi og hvernig þeim reiddi af í umferðinni. Hér kemur sagan af Andrési. Andrés Andrés er á leið heim af fundi í félagsstjórn, sem hann er í. Það er í október, nokkuð seint að kvöldi og niðamyrkur. Síðari hluta dagsins hafði dimmt mjög á lofti, og nokkrir regndropar falla á framrúð- una, svo að Andrés setur rúðuþurrkurnar af stað. Haustvindurinn hefur einnig aukizt, og öðru hverju þjóta vindsveipir yfir veginn og sópa á undan sér haugum af visnuðum laufblöðum og brotnum greinum. Eiginlega er hráslagalegt, fremur ömur- legt veður. ( svona veðri er Andrés oft dálítið angurvær, jafnvel smeykur, án þess að geta gert sér grein fyrir ástæðunni. En honum finnst það ekki sæma karlmanni að vera barnalegur og þess vegna hefur hann aldrei haft orð á þessu við nokkurn mann. það eru um 20 km heim til hans og vegurinn liggur sums staðar um byggðar sveitir, en annars staðar um eyðileg skógarsvæði. Hann veit ekki, hvernig á því stendur, en honum hefur alltaf fundizt dálítið ónotalegt að aka um þessi skógarsvæði í myrkri, sérstaklega gegnum skógarsvæðið, þar sem vegurinn hefur ekki verið breikkaður. Þar, sem það byrjar, stendur umferð- armerki. „Mjór og bugðóttur vegur 7 km.“ Andrési hefur aldrei geðjast að þessu merki. Honum finnst eins og sé það eins konar lífi gætt — eins og það búi yfir einhverju dularfullu eða geigvænlegu — eins og það vilji vinna honum mein. Einn daginn, þegar hann ók þar fram hjá og var einmitt að Ijúka við að borða banana, hafði hann ekki setið á sér að fleygja hýðinu í „smettið" á þessu merki. Eftir á fyrirvarð hann sig þó fyrir þetta, stöðvaði bílinn og þurrkaði af því. í sama bili bar vegaeftirlistmann héraðsins þar að. Hann stöðvaði bíl sinn, opnaði gluggann og kallaði til Andrésar: „Hefurðu svo mikinn áhuga á um- ferðinni, að þú þurrkir af merkjunum meðfram veginum?" „Já, sjáðu til, það var svo rykugt, að það var varla hægt að sjá, hvað á því stendur," svaraði Andrés. Hann varð hálfvandræðalegur. Já, um þetta var Andrés að hugsa, án þess að gera sér grein fyrir, hve langt hann var kominn á leið heim. Skyndilega birtist vegarmerkið í glampa bílljósanna. Þetta kom svo óvænt. að honum fannst eins og það ætlaði að gana á rúðuna. Andrés stirðnaði upp sem snöggvast og færði sig til í sætinu, til þess að draga úr spennunni í líkaman- um. Hann lítur oft í baksýnisspegilinn. Það er alveg koldimmt að baki honum, sést ekki svo mikið sem nokkur Ijósglæta. Það er einmitt það, sem Andrési finnst einhvern veginn svo geigvænlegt. Bílljósin varpa björtum geislum sínum fram á veginn, leika um brúnir vegskurðarins, um tré og runna báðum megin hans. En fyrir aftan! Það er allt óhugnan- lega §vart, eins og dökkur veggur, eins og dimmur geimur. Hvað dylst í þessu svarta myrkri, hvað 25

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.