BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 24

BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 24
Fornbílaklúbburinn í Hóp- ferð 1982 staddur í Borg- arnesi. geymdur. Þá er starfandi innan klúbbsins Ijós- myndanefnd, sem annast söfnun og skráningu Ijósmynda og kvikmynda, er tengjast sögu bílsins og klúbbsins á íslandi. Hefur einn félagi klúbbsins veriö sérstaklega ötull við aö safna gömlum myndum og afla fróðleiks um fyrstu áratugi bílaaldar á íslandi. Auk fyrrnefndra nefnda eru starfandi varahlutanefnd, ritnefnd, flakanefnd og tollanefnd. Rit klúbbsins, Fornbíllinn, hefur komið nokkrum sinnum út, en fyrirhuguð er reglulegri útgáfa þess. SÝNINGAR Fyrsta sýning klúbbsins á fornbílum var haldin 17. júní 1977 í porti Austurbæjarskólans og vakti mikla athygli. 20. júní 1979 voru liðin 75 ár frá komu fyrsta bílsins til landsins. Upp á það afmæli hélt klúbburinn með veglegri sýningu í Laugar- dalshöll. Fyrirhugað er að efna til sýningar í tilefni 80 ára afmælis bílsins í aprílmánuði í samvinnu við Bílgreinasambandið. 17. JÚNÍ Það hefur verið fastur liður í starfsemi klúbbsins að taka þátt í hátíðarhöldunum á þjóðhátíðardag- inn með hópakstri fornbíla. Árin 1978, 1980 og 1983 og var háð akstursþrautakeppni með léttu ívafi á Melavelli í samvinnu við Bindindisfélag ökumanna. Mikill fjöldi fornbíla hefur jafnan tekið þátt í þessum þjóðhátíðarakstri og árið 1983 voru rúmlega 40 bílar frá árgerðum 1923 til 1966 sem óku um bæinn og í kring um tjörnina í Reykjavík. BÓKIN BÍLAR Á ÍSLANDI í MYNDUM OG MÁL11904-1922 Fornbílaklúbburinn hefur eignast mikið og gott safn mynda af gömlum bílum, sem einn af stofnendum klúbbsins, Bjarni Einarsson, er upp- hafsmaður að. Hann hefur alla tíð safnað efni að safninu af mikilli elju og ósérhlífni og er nú safnið orðið frábært að heimildargildi um íslenska bifreiðasögu fyrr og nú. Stjórn klúbbsins fannst full ástæða til að gefa alþjóð kost á að kynna sér þessar myndir ásamt sögu þeirra og því varð að ráði á útmánuðum 1983 að klúbburinn gekk til samvinnu við Bóka- útgáfuna Örn og Örlyg, þannig að klúbburinn lagði til efni í bók um bíla, sem bókaútgáfan gæfi út. Einn klúbbfélaginn, Kristinn Snæland, réðst til að rannsaka samtíðarheimildir og rita meginmál- ið. Kom bókin síðan út um mánaðarmót nóvem- ber/desember s.l. og gekk sala hennar allvel fyrir síðustu jól, enda er hér um að ræða kjörgrip allra bílaáhugamanna. Fyrirhugað er að gefa út fleiri bækur um sama efni, er spanna tímabilið allt til vorra daga. FÉLAGSMENN Allir þeir, sem eru eigendur gamalla vélknúinna ökutækja, 15 ára og eldri eiga rétt á að verða félagsmenn. Aldur ökutækis skal þó vera minnst 20 ár til þess að það falli undir skilgreininguna fornbíll og minnst 40 ár til að um antikbíl sé að ræða, enda sé bíllinn sem mest í upprunalegri mynd. Áhugamenn um gamla bíla geta einnig gerst félagsmenn, þótt þeir eigi ekki fornbíl. Nú eru skráðir í klúbbinn um 300 íélagar. STJÓRNARMENN Stjórn klúbbsins skipa 7 menn: Jóhann E. Björnsson, formaður Helgi Magnússon, ritari Eyjólfur Brynjólfsson, gjaldkeri Bjarni Einarsson Gunnar Þórisson Kristján Jónsson Þorsteinn Baldursson Þrír þeir fyrst töldu skipa framkvæmdaráð klúbbsins. 24

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.