Tölvumál - 01.12.1990, Side 12
Desember 1990
Hraðpakkanet
Einar Haukur Reynis, Pósti og sfma
Á næsta áratug munu
tölvunotendur verða vitni að
miklum breytingum í heimi
víðneta, nánast byltingu sem gæti
gjörbreytt notkun tölva við gagna-
flutning lengri leiðir. I upp-
siglingu eru ný kerfi sem munu
verða hraðvirkari, áreiðanlegri
og bjóða upp á fjölbreyttari
notkunarmöguleika en þekkjast f
dag. Slíkháhraðanet, eðabreið-
bandskerfí, eru nú þegar farin að
lfta dagsins ljós. Vinna við stöðlun
og prófanir er í fullum gangi og
talið er að um miðjan næsta
áratug (1995) verði slík kerfi
komin í víðtæka notkun.
Margt stuðlar að þróun þeirra.
í fyrsta lagi þá hefur tölvunotkun
og tölvueign aukist stórlega á
undanförnum árum; ein-
menningstölvur eru til að mynda
sífellt að verða afkastameiri og
hraðvirkari. Tengd þróun
tölvanna er notkun staðarneta til
að samtengja slíkar tölvur. Net
þessi leyfa gagnaflutning á milli
tölvanna á miklum hraða og
notendur vilja viðhalda þeim
hraða þegar gögn eru send um
víðnet.
í öðru lagi hefur mikil þróun átt
sér stað í stafrænum fj arskiptu m.
Símkerfi munu tengjast stafrænt
til notenda með ISDN (Integrated
Services Digital Network) sím-
kerfum. Iframhaldi afþvíverða
þróuð breiðbands ISDN kerfi.
Með slfkum kerfum verður unnt
að senda tal, myndir og gögn á
milli fjarlægra staða á örskammri
stundu. Ónnur kerfi fyrir háhraða-
tengingar eru FDDI (Fiber
Distributed Data Interface),
FDDI-II, MAN (Metropolitan
Area Network) og þróuð útgáfa
af pakkasendingum er kallast á
ensku Fast Packet Switching.
Kerfi þessi bjóða tengingar á
hraða sem er mun meiri en þekkist
á víðnetum í dag, eða á bilinu 45
til 150 Mbit/sek og þaðan af
meira.
í seinasta 1 agi ber að minnast á þá
öru þróun sem er í ljósleiðaratækni
þar sem bandbreidd virðist nánast
óþrjótandi og það er ljós-
leiðaranum að þakka að slík
breiðbandskerfi geta komist á
laggirnar.
Mynd 1
Af framansögðu er ljóst að af
nógu efni er að taka en í grein
þessari mun verða litið nánar á
eitt atriðið sem er Fast Packet
Switching, sem mun kallast
hraðpakkanet hér eftirleiðis.
Tækni pakkaneta
Frá því fyrstu staðlarnir yfir
pakkanet litu dagsins ljós árið
1976 hafa þau verið tekin í notkun
um allan heim og meira og minna
samtengdámillilanda. Almenna
gagnaflutningsnetið er til að
mynda tengt nú til um 30 landa.
Staðlarnir hafa verið
endurskoðaðir og betrumbættir í
áranna rás. Fyrst 1980, síðan
1984 og seinast 1988.
Notendum bjóðast núna
fjölbreyttir tengimöguleikar inn
á pakkanet fyrir einfaldan eða
fullkomnari búnað. Af þessum
tengistöðlum er X.25 hvað
þekktastur en framleiðendur
netstöðvanna bjóða einnig upp á
tengingar fyrir búnað utan staðla.
Að auki er núnatil mikið úrval af
vél- og hugbúnaði til að tengjast
slíkum netum, sérstaklega er
áberandi þróun í búnaði til
tengingar á staðarnetum inn á
pakkanet. Afkastageta netstöðv-
anna er einnig að aukast og þær
ráða orðið við miklu meiri
gagnaumferð en fyrir nokkrum
árum. Þegar afkastageta
stöðvanna er orðin svona mikil
fara að opnast möguleikar á að
senda auk tölvugagna bæði tal,
kyrr- og hreyfimyndir. En til að
þetta sé mögulegt þarf að auka
verulega hraðann til notenda frá
því sem nú er. Við skulum nú líta
nánar á hvernig pakkanet eru
uppbyggð tæknilega í dag.
Flagg Vistfang Greinastýring Númer sýndarrásar Pakkastýring Gögn FCS villuleit Flagg
--------------------------------------------► -4------------
HDLC höfuð X.25 höfuð HDLC hali
Gagnasending á stigum 2 og 3 í X.25
Flagg Númer sýndarrásar Gögn FCS villuleit Flagg
FPS gagnasending
1 2 - Tölvumál