Tölvumál - 01.12.1990, Blaðsíða 15
Desember 1 990
Pappírslaus viðskipti
Dr. Jón Þór Þórhallsson,
forstjóri SKÝRR
EDl-þjónusta Skýrr og ísnets
Til þess að hægt sé að bjóða
EDI-þjónustu þarf tvennt:
EDl-stjóra (EDI- "server ") og
flutningsleiðir jyrir EDI-skjöl
Hér á eftir verður fyrst fjallað
um flutningsleiðir og síðan um
EDI-stjóra.
Virðisaukanet
Hvað flutningsleiðum viðkemur
er auðvitað æskilegast að notfæra
sér þær leiðir sem þegar eru fyrir
hendi, ef mögulegt er. Hér koma
ýmsar leiðir til greina. Má þar
fyrst nefna talsímanetið og
gagnanetið og síðan þau
virðisaukanet (VAN) sem til eru
í landinu, eins og sjálft Skýrr-
iietið með yfír 3000 skráða
notendur, RB-netið, Flugleiða-
netið, net ísnets og
gagnahólfaþjónusta P&S. Auk
þess hefur IBM á íslandi nýlega
kynnt alþjóðanet IBM. Þessi net
eru velflest tengd saman eins og
fram kemur á mynd 1.
Virðisaukaþjónustuna, sem um
er að ræða og netin bjóða, má
flokka í tvo grófa flokka, sfvinnslu
eða beinlínuvinnslu og tölvupóst.
Með sívinnslu eða beinlínuvinnslu
er átt við aðgang að gögnum og
úrvinnslu þeirra á einhvern hátt.
Tölvupóstur er hinsvegar þjónusta
ætluð til að senda boð milli aðila
og tímabundin varðveisla boðanna
sem send eru. Miðað við þessa
grófu flokkun bjóða öll virðis-
aukanetin báða flokkana nema
gagnahólfaþjónusta P&S sem
býður aðeins tölvupóst, eins og
einnig kemur fram í mynd 1. Út
frá þessu er eðlilegt fyrir Skýrr
að líta sérstaklega til flutnings-
leiðarinnar gagnahólfaþjónusta
P&S, sem er sérhæfð til flutnings
á boðum og þar með skjölum,
auk Skýrr-netsins sjálfs og ísnets
sem er náinn samstarfsaðili Skýrr.
Þetta eru þær flutningsleiðir sem
Skýrr hafa einbeitt sér að, auk
talsímanetsins.
EDI-stjórinn og hlutverk
hans
Hlutverk EDI-stjórans (EDI-
"server") er að taka á móti EDI-
skjölum sem berast eftir
viðkomandi flutningsleið, stað-
festa móttökuna, þýða skjölin og
koma þeim áleiðis til þess viðfangs
(application) semþau eru ætluð.
Ef um Edifact-skjöl er að ræða,
verður að þýða skjölin af Edifact-
forminu yfir á það skráarform
sem viðfangið ræður við, t.d.
flata skrá samkvæmt ákveðinni
skráarlýsingu. Sem dæmi má
nefna að ef um tollskýrslu á
Edifact-formi er að ræða, þáþarf
að þýða hana yfir á það skráarform
sem tollakerfið býst við og hentar
því.
IBM
TölvuDÓstur
Tölvuvinnsla
1 5 - Tölvumál