Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1990, Qupperneq 17

Tölvumál - 01.12.1990, Qupperneq 17
Desember 1 990 hér er einvörðungu um frumgerð ("prototype") að ræða. Sýnendur voru Skýrr og samstarfsaðilar. Samstarfsaðilar Skýrr hvað EDI- stjórann og tengingu hans við hinar ýmsu flutningsleiðir snertir, eru Flugleiðir og ísnet (sem er í eigu Skýrr, Flugleiða, íslandsbanka auk Míkrómiðils) að viðbættum Tollinum. EDI-vinnustöðin sjálf er eins og EDI-stjórinn einmenningstölva með hugbúnaði, sem nefnist ESP II, frá fyrirtækinu Foretell í Bandaríkjunum. Samstarfsaðilar Skýrr í þessu verkefni eru, auk Flugleiða og ísnets, fyrirtækin Einar J. Skúlason, Örtölvutækni- Tölvukaup og hugbúnaðarhúsin íslensk forritaþróun, Kerfi og Þróun. Almennt er talið að EDI-væðing fyrirtækja sé aðeins að hluta verkefni tæknilegs eðlis eða um 30%, 70% séu stjórnunarlegs eðlis. Markmiðið með samstarfi fyrirtækjanna, sem nefnd voru að ofan, er að starfa saman að málum er snerta EDI og leggja þannig sitt af mörkum til að EDI fái sem mest brautargengi I íslensku atvinnulífi. Með öðrum orðum að ná fram verulegri hagræðingu hvað tækniþáttinn varðar. Það, sem sýnt var á EDI- sýningunni var frumgerð. Næsta skrefið er tilraunarekstur. Þegar hafa nokkur fyrirtæki óskað eftir því að taka þátt í samstarfsverkefni um slíkan rekstur. í ávarpi sínu á EDI-ráðstefnunni lét fjármálaráðherra þau orð falla að íjármálaráðuneytið hefði ákveðið að stuðla að og beita sér fyrir upptöku pappírslausra viðskipta og að þeirri ósk yrði komið á framfæri við viðskiptaráðherra að hann hefði forgöngu um að sett yrði löggjöf um slfk viðskipti. Slík ummæli lofa góðu um framgang EDI- mála á íslandi og eru uppörvandi fyrir þá aðila, svo sem EDI- félagið, ICEPRO-nefndina og fleiri, sem unnið hafa mikið brautryðjendastarf á þessu sviði og líka hvatning um að láta ekki deigan síga heldur herða róðurinn. Allir vildu Lilju kveðið hafa Athugasemd frá Arnþóri Þórðarsyni, Félagi íslenskra iðnrekenda við orð Stefáns Ingólfssonar á hádegisverðarfundi þann 27. nóvember s.l. Staðallinn ÍST-32, um útboðs- og samningsskilmála um þróun gagnavinnslukerfa, er nú tilbúinn. Tilefni þess að hafist var handa við gerð hans var tilfinnanlegur skortur á leiðbeiningum á vinnureglum um útboð og samninga á sviði tölvuvæðingar. Innan Félags fslenskra iðnrekenda eru nú rúmlega 20 hugbúnaðar- fyrirtæki og félagið er hagsmuna- vettvangur þeirra. A fyrri hluta ársins 1988 hóf félagið að huga að úrbótum í þessum málum. Meðal hugbúnaðarfyrirtækjanna var þá mikil óánægja með ástand mála og brýn þörf á úrbótum. Fljótlega varð Ijóst að útboðs- staðallinn ÍST-30, sem notaður er við mannvirkjagerð, var ágæt fyrirmynd að sams konar staðli fyrir útboð á tölvu- og hugbúnaðarkerfúm. Fyrsta tillaga að slíkum staðli leit dagsins ljós innan félagsins í nóvember 1988. Jafnframt þessu var unnið að málinu á vettvangi Staðlaráðs íslands þar sem félagið átti einn fulltrúa og hugbúnaðarfyrirtækin annan. Auk þess átti félagið fúlltrúa í UT-staðlaráði þar sem þessi mál voru einnig til umræðu. Það var þess vegna engin tilviljun, þegar loks var hafist handa við gerð ÍST-32, að einn þeirra þriggja manna sem fengnir voru til þess að vinna verkið var fulltrúi félagsins, Daði Jónsson frá Verk- og kerfisfræðistofunni hf. Það er því óhætt að segja að Félag íslenskra iðnrekenda hafi "áttnokkurtfrumkvæði" að gerð staðalsins eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Það var því ekki rétt með farið er Stefán Ingólfsson verkfræðingur hélt því fram á hádegisverðarfundi SÍ þann 27. nóvember síðastliðinn að Félag íslenskra iðnrekenda væri að eigna sér þetta frumkvæði án þess að hafa til þess unnið. Staðall verður ekki til fyrir tilverknað eins aðila heldur er hann niðurstaða sammælis margra er málið varða. Frumkvæðið kemur hins vegar úr einni átt eða fleiri áttum samtímis. Notkun og útbreiðsla staðalsins er síðan mælikvarði á hversu vel hefur tekist til. Ágæti staðalsins ÍST-32, sem nú er komið í ljós, ber auðvitað fyrst og fremst að þakka þeim sem unnu verkið, þeim Daða Jónssyni, Stefáni Ingólfssyni og Þorvarði Kára Ólafssyni. 17 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.