Tölvumál - 01.12.1990, Qupperneq 26
Desember 1 990
starfsmaður haft allt að 9 lotur
uppi samtímis við aðaltölvuna.
Þegar X.25 tengingin verður tekin
upp þá mun sá möguleiki opnast
að þeir geti haft 2 til 3 lotur við
AS/400 vélina 2 til 3 lotur við
X.400, 2 til 3 lotur við nærnet á
Akureyri svo eitthvað sé nefnt.
Áður en nærnetið var tekið upp
var tengingin við AS/400 vélina
í gegnum kontrolbox, þá var
ekki hægt að hafa nema
takmarkaðan fjölda véla tengdan
í einu. Með gátt þá er hægt að
hafa allt að 254 einmenningstölvur
tengdar í einu. Ekki hægt að ná
meiri hraða en 9600 b með gátt
er hægt að ná allt að 128,000 b ef
gæði línunnar leyfa.
Toyota-dæmið
Þriðja og síðasta dæmið okkar er
um það hvernig hægt er að nýta
millitölvu sem tengd er við eitt
nærnet með brú yfir í annað
nærneta. í þessu tilviki þá þarf
að veita V.Æ.S., vélaverkstæðinu
sem staðsett er að Fosshálsi 1,
aðgang að IBM/36 tölvu Toyota
umboðsins ÍKópavogi.
Nærnet hefur verið notað hjá
Toyota í 4 ár og er það á Ethernet
kortum og keyrt eftir staðli IEEE
802.5 Nýlega hefur verið settur
upp OS/2 Lan Manager til að
taka við því aukna álagi sem er á
netinu. IBM S/36 er tengd inn á
nærnetið í gegnum SDLC íjar-
vinnslulínu sem getur veitt allt
að 254 notendum aðgang að IBM
S/36.
Hefði átt að tengja V.Æ.S. inn
eftir venjulegum leiðum hefði
þurftaðbætaviðsamskiptalínu í
IBM S/36 og setja síðan upp fast
samband við notandann.
Með því að setja upp brú frá
nærneti því sem er til staðar hjá
Toyota að Nýbýlavegi 8 í gegnum
X.25 og yfir f nærnet hjá V.Æ.S.
að Fosshálsi 1, þá geta notendur
hjá V.Æ.S. nýtt sér IBM S/36
Þessi þrjú dæmi eiga það
öll sameiginlegt að nýta
sér frábæran samleik
fjögurra eininga.
Einmenningstölvurnar,
nærnets, gáttar og X.25.
eins og um beina tengingu væri
að ræða. Einnig geta notendur á
hvoru nærneti um sig skiptst á
tölvupósti og öðrum upplýsingum
sem eru á nærnetunum.
Með tengingu eins og þessari er
hægt að nýta X.25 tenginguna
mun vlðar en aðeins á milli Toyota
og V.Æ.S. Hvor aðili um sig
getur á sama tfma haft samskipti
við aðrar tölvur. Þar má t.d.
nefna tengingu fyrir Toyota við
Skýrr, Eimskip, X.400 og ýmsa
tölvubanka svo eitthvað sé nefnt.
Sama á við V.Æ.S. starfsmenn
þeirra geta, á saman tíma, verið
að senda eða sækja telex í gegnum
gagnabanka eða X.400.
Með þessum hætti er hægt að
samnýta auðlindir sem liggja á
hvoru neti fyrir sig. Bæði gögn,
forrit tölvupóst og fjarvinnslu-
tengingu í öðrum yfir í hitt
nærnetið.
Þessi þrjú dæmi eiga það öll
sameiginlegt að nýta sér ffábæran
samleik fjögurra eininga.
Einmenningstölvunar, nærnets,
gáttar og X.25.
Öll þessi atriði eru þekkt innan
tölvuheimsins. Tengingar á milli
þeirra eru einnig orðnar þekktar
í tölvuheiminum. Því er aftur á
móti ekki að leyna að það krefst
töluverðar natni og nákvæmi að
tengja þessa heima saman.
Eimskipafélag lslands
PósthÚ88træti 2
Mynd 2
26 - Tölvumál