Tölvumál - 01.12.1990, Page 27
Desember 1990
Við skulum láta einn starfsmann
American Airlines Inc. hafa
lokaorðið þar sem hann lýsir
tilgangi með nærnetstengingum
þeirra.
"Við stefnum að því að skapa
starfsumhverfi þar sem allir
starfsmenn hafi tafarlausan
aðgang, að hvaða upplýsingum
sem þurfa þykir til að ífamkvæma
verk sín á sem hagkvæmastan
hátt."
w
Tölvunet Islenskrar getspár
Björn S. Björnsson, íslensk getspá
Þegar íslensk getspá tók til starfa
fyrir rétt fjórum árum hafði verið
unnið mikið starf vegna
undirbúnings starfseminnar.
Athugaðar voru beinlínutengd
kerfi frá mörgum framleiðendum
en úr varð að kaupa kerfi frá
bandaríska fyrirtækinu GTECH.
ísland var fyrsta landið í Evrópu
til að nota beinlínutengt sölukerfi
frá GTECH, Danir eru að koma
sér upp beinlínutengdu sölukerfi
frá GTECH og innan tveggja ára
ætla Norðmenn að tölvuvæðast,
en ekki er enn ljóst við hvaða
fyrirtæki þeir munu skipta.
Tölvunetið
Tölvunet íslenskrar getspár er
eitt stærsta, ef ekki það stærsta,
einkatölvunet hér á landi. Kerfið
samanstendur af 182 útstöðvum
sem tengjast móðurtölvunni með
22 burðarlínum. Á hverri
burðarlfnu er hægt að koma fyrir
30 útstöðvum en íslensk getspá
notar aldrei meira en 15 útstöðvar
fyrir hverja burðarlínu.
Samskipti milli kerfis og útstöðvar
fara fram með aðferð sem kölluð
er "polling". Hægt er að stjórna
tíðni "polling" milli kerfisins og
einstakra útstöðva fyrirvaralaust.
Tíðni samskiptanna ákvarðast af
virkni hverrar útstöðvar fyri sig.
Tölvukerfið
Tölvukerfið er þrefalt, tvö
aðalkerfi og eitt varakerfi, og
tekur nýtt kerfi sjálfkrafa við ef
bilunar verður vart.
Þegar lottómiði er keyptur sendir
viðkomandi útstöð upplýsingar
til kerfisins sem skráir þær
samstundis í öllum þremur
kerfunum þannig að gulltryggt
er að upplýsingar glatist ekki.
Ef einhver burðarlína dettur út
gefur kerfið sjálfvirka aðvörun
innan 30 sekúndna. I samskipta-
einingunni eru ýmis mælitæki
sem auvelda greiningu vandamála
sem upp kunna að koma. Það er
fyrirtæki Wallcom Ind. sem
framleiðir samskptaeiningu þá
sem íslensk getspá notar og er
samskonar búnaður notaður hjá
fyrirtækjum, sem reka lottó, um
allan heim. Það er GTECH sem
hannar og þróar allan hugbúnað
og eru þeir lang stærstir í
heiminum á þessu sviði. Þeir
Þegar lottómiði er keyptur
sendir viðkomandi útstöð
upplýsingar til kerfisins
sem skráir þær samstundis
í öllum þremur kerfunum
þannig að gulltryggt er að
upplýsingar glatist ekki.
hafa sett upp samskonar kerfi
mjög víða, en kerfin eru þó ólík.
Sumstaðar eru ekki notaðar
fasttengdar línur eins og hér, og
er það að töluverðu leyti háð
27 - Tölvumál