Tölvumál - 01.12.1990, Page 31
Desember 1990
OSI profiles). Þessi snið hafa
verið brotin niður í íjögur
hlutasnið: T-snið (Transport), A-
snið (Application), F-snið
(Format) og C-snið (Character).
í flestum löndum er það EDI
byggt á OSI þjónustu, sem sýnir
hvað mestan vöxt.
OSI og forritun
Til þess að nýta möguleika OSI
nets, þarf að vera hægt að forrita
á sem einfaldastan hátt notkun á
þeim möguleikum sem OSI býður
upp á. Stærstu framleiðendur
OSI búnaðar hafa gert sér grein
fyrir þessu og bjóða nú upp á
forritasöfn, APIs (Application
Programming Interfaces) sem
kalla má á úr venjulegum
forritum. Segja má að nú sé slíkt
forritasafn til fýrir alla þætti OSI
þjónustu.
Pessi forritasöfn þurfa að
sjálfsögðu að vera á stöðluðu
formi. Stofnuð hefúr verið nefnd
vegna notkunar á X.400. Nefhdin
kallast API-Association og kallast
forritastaðallinn API-A X.400
API. Aðaláherslan er lögð á EDI
samskipti og ODA (Office
Document Architecture).
Samtök sem kallast MAP/TOP
User group hafa skilgreint notkun
á forritasöfnum fyrir FTAM og
MMS (FTAM API og MMS-I
API). Einnig hafa CCITT og X/
Open gefíð frá sér API staðla
OSI stefnir hratt í átt
aukinnar virkni og er
algjörlega óháður
tölvuframleiðendum.
Fleiri og fleiri fyrirtæki
byggja framtíðarstefnu
sína í tölvumálum á OSI
staðlinum.
fyrir neðri lög OSI módelsins
(transport level) sem aðallega er
notaður af þeim sem eru að færa
eldri forrit yfir í OSI umhverfið.
Nú nýlega hefur komið fram
X.500 API staðall og einnig
staðall fyrir netstjórnun, CMIS/
CMIP. Brátt líður að því svipuð
forritasöfn komi fyrir OSITP og
VT. Flestir framleiðendur OSI
búnaðar bjóða einnig upp á
einhver hjálparkerfi með því OSI
grunnkerfí sem keypt er.
OSI prófanir
Ýmsir áhugahópar hafa verið
stofnaðir víða um heim, til að
tryggja og prófa staðla og búnað
sem seldur er undir OSI
staðlinum. í Bandaríkjunum sér
COS (Corporation for Open
Systems) um prófanir, í Evrópu
er það SPAG (Standards
Promotion Agency) og í Japan
INTAP.
Nokkrir framleiðendur OSI
búnaðar hafa síðan verið valdir
af þessum hópum sem
viðurkenndar prófunarmið-
stöðvar (Test Centers) og eru
þeir helstu Bull HN Information
Systems Inc. og Hewlett-Packard
Company. Aðrir framleiðendur
hafa lengi stundað eigin prófanir
með því að tengjast viðurkenndum
OSI netkerfum, svo sem OSInet,
EurOSInet og OSIcom. Einnig
hefur samspil OSI nær- og
fjærnets (LAN/WAN) nú nýlega
verið sýnt á sýningum víða um
heim.
OSI framleiðendur
Framleiðendur OSI búnaðar verða
stöðugt fleiri. Ef marka má spá
Gartner Group, verður hlutfall
OSI og TCP/IP á heims-
markaðnum, sem í upphafi árs
1990 var 2% OSI á móti 98%
TCP/IP, orðið 30/70 ílok ársins
1991 og 80/20, OSI í vil í lok
ársins 1994.
Eitt af þeim fyrirtækjum sem
telja má leiðandi í framleiðslu
OSI búnaðar er Hewlett-Packard.
Fyrirtækið hefur stundað OSI
rannsóknir í rúm 7 ár og hafið
framleiðslu á nær öllum þeim
búnaði sem lýst er í grein þessari.
31 - Tölvumál