Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 4
Apríl 1991 Frá formanni Halldór Kristjánsson, formaður SÍ Bitnar glíma tölvurisa á notendum? Nú á sér stað sérkennileg glíma fyrir dómstólum í Bandaríkjunum á milli tveggja risa á tölvusviði, Apple og Microsoft. Málið snýst um hvort Microsoft hafí við smíði Windows notað eiginleika sem Appletelur sig eiga höfundarrétt á. Er talið að Microsoftkunni að neyðast til að breyta Windows falli dómur Apple í hag og/eða greiða Apple leyfisgjöld. Æ fleiri notendur DOS tölva taka Windowskerfið í notkun og kynnast því þægilega og auðlærða umhverfi sem Macintosh not- endur hafa þekkt síðan 1984. Umhverfi sem eykur afköst og styttir þann tíma sem þarf til að tileinka sér tölvutækni. Annað sem notendur vinna við það að sambærilegt umhverfi er nú á DOS tölvum og Macintosh (og UNIX einnig sbr. Motif) er að ásýnd forrita er eins, óháð því á hvaðatölvuþauerukeyrð. Not- endur læra því á ákveðin forrit í stað þess að áður var þekkingin bundin ákveðnum tölvugerðum (Macintosh eða DOS tölvum). Það eru því miklir hagsmunir tölvunotenda að þessi glíma tölvu- risanna um peninga bitni ekki á þeirri framþróun sem átt hefur sér stað á liðnum árum. Því miður bendir margt til að þetta mál verði ekki einsdæmi ef markamá grein f 2. tölublaði 16. árgangs Tölvumála um einkaleyfi í hugbúnaði. Þar kemur fram að illmögulegt kann að verða að smíða nýjan hugbúnað á næstu árum vegna einkaleyfa á ýmsum aðferðum við hugbúnaðargerð. Við þessu verður að sporna! Flýja íslensk hugbún- aðarfyrirtæki land? Framámaður í stóru íslensku hugbúnaðarfyrirtæki sagðist hafa kannað svokölluð tæknisvæði í Belgíu en þau munu vera tíu talsins. Að hans sögn geta fyrirtæki fengið að setja starfsemi sína þar niður að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum og eru þá undanþegin sköttum og skyldum í tfu ár. Taldi hann þetta mjög vænlegan kost fyrir íslensk hugbúnaðar- fyrirtæki sem nú eiga á brattan að sækja vegna sívaxandi sam- keppni við erlend hugbúnaðarhús. En hvers vegna fara til Belgíu? Er ekki hægt að setja upp svona tæknisvæði hér á landi til þess að auðvelda íslenskum tæknifyrir- tækjum að sækja fram á erlendum mörkuðum og styrkja sig í sam- keppninni innanlands? Því miður bendir allt til þess að slíkt muni ekki verða á næstunni því svipaðar hugmyndir hafa margoft komið fram hér á landi áður án þess að nokkuð hafi verið gert til að hrinda þeim í framkvæmd. Verður kannski niðurstaðan sú að íslensk stjórnvöld, sem vilja margt gera til að auðvelda erlendum fyrirtækjum að ná fótfestu hér, muni hrekja íslensk fyrirtæki til útlanda vegna áhugaleysis á stuðningi við þau? Það er víst enginn spámaður í eigin föðurlandi - en verður það kannski í Belgíu! Enn af meintri óleyfilegri afritun hugbúnaðar ítrekað hefúr komið fram hjá tölvusölum að ekki seljast nema örfáir hugbúnaðarpakkar miðað við þann mikla Qölda tölva sem seldur er. Auðvelt er að mæla þetta þegar stórir aðilar (og smáir) kaupa í gegnum sérsamninga sem nú hafa tíðkast um skeið. Þetta þarf þó ekki að þýða að óleyfileg afritun hugbúnaðar eigi sér stað í stórum stíl þó óneitanlega vakni grunur þar um. Vera kann að hugbúnaðurinn sé keyptur utan sérsamninganna, sé pantaður erlendis frá, að notaður sé eingöngu sérsmíðaður hug- búnaður eða þá að tölvurnar séu notaðar sem stöðutákn og þurfi því engan hugbúnað! Þetta leiðir hugann að könnun sem gerð var á liðnu ári í Bredandi þar sem fram kom að einmenn- ingstölvunotendur innan fyrir- tækja notuðu að jafnaði 2,5 hugbúnaðarpakka hver. Sölutölur sýna á hinn bóginn að aðeins einn hugbúnaðarpakki seldist að meðaltali f Bretlandi fyrir hverja selda tölvu árið 1989. Var það mat þeirra sem þessa könnun unnu að þetta benti til þess að stórfelldur þjófnaður, í formi afritunar á hugbúnaði, ætti sér stað þar í landi og að breskur tölvuiðnaður tapaði miklum fjár- hæðum árlega vegna þessa. Athyglisvert væri að gera sam- bærilega könnun hér á landi til þess að kanna hvort fullyrðingar um víðtæka, óleyfilega, afritun hugbúnaðar hér á landi eigi við rök að styðjast. 4 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.