Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1991, Side 9

Tölvumál - 01.04.1991, Side 9
Apríl 1991 Hvor aðferðin er betri við forritun í gluggakerfum skal ekki dæmt um, en hvorug aðferðin uppfyllir þær kröfur og væntingar sem ég geri til hugbúnaðargerðar í því umhverfi. Með breyttri hugsun við forritun, gerum við einnig kröfur um breytta hugsun við að- Tag breytunnar má lesa í breytuheitinu, og er það haft sem forskeyti við lýsandi nafn ferðafræði hugbúnaðargerðar, sem tekur mið af breyttum forsendum, og nýtir kosti nýrrar högunar. Æskilegt er að nota aðferðafræði sem tekur mið af eftirtöldum þáttum: 1. Frumsmíð skal vera svo einföld að hún taki minni tíma, heldur en hefðbundnar aðferðir sem byggja á teiknuðum myndum til að sýna notendum. 2. Allirfasarhugbúnaðargerðar skulu skila af sér einingum, sem nýtast beint í næsta fasa, í stað skýrslna, sem þarf að vinna úr. Þetta þýðir t.d. að þær einingar sem greining skilar af sér eru notaðar óbreyttar f endanlegu forriti. 3. Stöðlun skal eiga sér stað í forritinu sjálfu og uppbyggingu þess auk skýrslna sem forritið er byggt á. Stöðlunin skal miða að því að nýr maður geti náð upp af- köstum á sem skemmstum tíma. Stöðlunin skal byggð á reglum. 4. Aðferðafræðin skal tryggja að auðvelt sé að bjóða hug- búnaðarverkefni út, t.d. eftir greiningu. Við verklok skal vera hægt að meta það hvort fylgt sé settum reglum, eða hvort verk sé orðið umfangsmeira en gert var ráð fyrir við verksamning. I þessari grein er aðeins ætlunin að fjalla um einn þessarra þátta, þ.e. stöðlun í forritinu sjálfu, sem hér eftir verður vísað til sem vinnureglur í forritun. Vinnuregl- urnar sem settar verða fram eru sérsniðnar fyrir C í gluggaum- hverfi (Windows og PM), en auðvelt er að yfirfæra þær á önnur forritunarmál og þróunar- umhverfi. Slfkt hefur verið gert, og má þar nefna Clipper, Pascal og Informix sem dæmi. Þróun á þeim reglum sem hér verða settar fram hófst þegar höfúndur stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum. Þær hafa síðan haldið áfram að þróast í starfi síðustu fjögur árin. Fastmótaðar reglur litu fyrst dagsins ljós í lokaverkefni við Tölvuháskóla Verzlunarskóla íslands (TVÍ), þegar ráðist var í að skrifa hlut- bundið teiknikerfi í gluggakerfmu "Presentation Manager" (PM). Reynt var að staðla sem flesta þætti forritsins s.s. nafngiftir, rithátt, athugasemdir o.fl. með það að markmiði að kóðinn yrði einsleitur. Næsta árið hélt aðferða- Markmiðið með notkun ungversku er að gera forrit auðlesanleg og einslit fræðin áfram að þróast, frumsmíð sannaði gildi sitt, og hugtakið lagskipt forritun auk röklægrar skiptingar leit dagsins ljós. Það var síðan ekki fyrr en höfundur sá um forritunarnámskeið í Windows fyrir íslandsbanka að aðferðafræðin og reglurnar voru endanlega festar á blað, en fram að þeim tfma hafði "Code view" aðferðinni verið beitt með góðum árangri, enhúnfelst íþvíað lesið var yfir forritakóða með það fyrir augum að staðla sem flesta þætti hennar. Ungverska Ungverska ("Hungarian notation"), sem kennd er við goðsögnina Charles Simonyi, forritarahjáMicrosoft, er aðferð sem notuð er við nafngiftir í forritum. Markmiðið með notkun ungversku er að gera forrit auðlesanleg og einslit, þannig að auðvelt sé að komast inn í kóða frá öðrum og minnka líkur á villum í forritum. Undirforritasöfn sem nýta má í mörgum verkefnum skulu hafa sitt eigið vinnusvæði Með tilkomu flókinna þróunar- umhverfa s.s. gluggaumhverfa er þörfin fyrir slíkar nafngiftir mjög brýn, og óráðlegt að fara út í þróun í slíku umhverfi án þess að temja sér strangar reglur um nafngiftir. Slíkar nafngiftir ættu að ná yfir mun stærra svið en ungverskan gerði upprunalega, þ.e. breytur, þvf ef ná á fram einslitu umhverfi verður að staðla hluti eins og athugasemdir, hausa, nafngiftir á undirforritum, fostum o.fl. Þegar forritað er í forritunarmáli eins og "C", þar sem mikil hætta er á að forrit skrifi hvort ofan í minnissvæði annars, verður þörf- in enn meiri, því strangar reglur um rithátt eru ómetanlegt vega- nesti þegar kemur að því að finna villur. 9 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.