Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 7
Apríl 1991 vilja aðrir þættir stundum gleym- ast. Sem dæmi skulum við bera saman afköst tveggja Digital tölva í sömu ijölskyldu með því að athuga hve mörgum notendum skrifstofukerfis þau anna sam- tímis. Þá kemur áhugaverður hluturíljós. Hlutfallsleg reikni- geta miðað við VAX-11/789 hjá minni tölvunni er 3,5 en 8 hjá þeirri stærri. Sú litla þjónar 44 samtímanotendum, en sú stóra ræður við 124 notendur. Þetta eru niðurstöður úr nákvæmlega sömu prófunum. Ef við notuðum einungis reiknihraðann til að framreikna notendafjölda á tölvunni, fengjum við út 100 samtímanotendur. Séu annars konar verkefni skoðuð á báðum þessum vélum, koma fram enn meiri frávik. Tökum sem dæmi "TransactionProcessing." Litla vélin er gefín upp fyrir 5,5 TPS ("Transactions per second") meðan sú stóra skóflar 22 TPS. Fljótfærnisleg ályktun, byggð á reiknigetunni einni, gæfí 12,7 TPS. Hvað veldur þessum mis- mun? Það eru auðvitað hinir þætt- irnir, sem áður var getið um. Málið er, þegar grannt er skoðað, að tengslin milli miðverks og minnis eru mun nánari í stóru tölvunni. Einnig er tengibrautin fyrir diskaaðgang miklu hrað- virkari og hver diskur hefur sína eigin innbyggðu stýrieiningu. Mikilsvert er að hafa í huga, að þó að ekki séu notaðir sömu diskar í báðum tilvikum, þá er aðgangstími þeirra nánast sá sami. Hér er þvf skólabókardæmi um hvernig varast ber að nota ein- angraðar mælistærðir við saman- burð á tölvukerfum. Við hönnun stóru tölvunnar var sérstaklega hugað að hlutverki hennar sem miðlara fyrir vinnustöðvar og einmennings- tölvur. Þannig er undirkerfið, sem hefur samskipti við Ethernet, mjög endurbætt frá fyrri gerðum og situr á móðurkortinu þétt við sjálftmiðverkið. Þar semDigital hefur í mörg ár þróað tengingar við venjulega skjái um þetta sama næmet, er tölvan ákjósanleg bæði í biðlara/miðlara-umhverfi og hefðbundinni skiptivinnslu ("time sharing"). Þegar á allt er litið, er hér kerfi í jafnvægi. Enginn einn hluti þess er dragbítur á vinnslu annarra hluta. Diska- aðgangur og reiknihraði skipa sama sess, en það er einkum mikilvægt, þegar notaður er venzlagagnagrunnur. í venju- legu fyrirtæki er einmitt þörf fyrir slíkt kerfi. Það er engin tilviljun, að vélin fær þá umsögn erlendis, að mikilvægasti eigin- leiki hennar sé "kerfísjafnvægi". Hér hefur vélbúnaður verið til umræðu, og niðurstaðan er sú, að hættulegt getur verið að leggja ofuráherzlu á einstaka þætti hans án tillits til annarra. Ef ekki er gætt jafnvægis allra þátta við gerð vélbúnaðarins, er þeim mun meiri hætta á brengluðu mati. Af þessu álykta ég einnig, að sú fullyrðing, sem oft heyrist, að vélbúnaðurinn skipti engu máli, heldur sé það viðfangshugbúnað- urinn sem ráði ferðinni, sé ekki alls kostar rétt. Þegar upp er staðið, þurfa allir þrír þættir kerfísins, viðföng, stýrikerfí og vélbúnaður að vinna vel saman. Vélaverkfræðingar kaupa hönnunarkerfi Nýlega festi vélaverkfræðiskor Háskóla Islands kaup á tveim vinnustöðvum frá Digital, DECstation 5000 með tvívíðum hraðli og DECstation 3100, ásamt UNIGRAPHICS teikni-og hönn- unarhugbúnaði frá MacDonnell Douglas. Þetta verður fyrsta UNIGRAPHICS kerfið, sem sett er upp hér á landi, en erlendis er það einkum útbreitt meðal fyrirtækja, sem hanna og fram- leiða vélar og vélahluta af ýmsu tagi. Báðar vinnustöðvamar nota ULTRIX stýrikerfið, sem er útfærsla Digitals á UNIX. 7 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.