Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 22

Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 22
Aprfl 1991 SGML á uppruna sinn í prent- iðnaðinum og kemur að mestu gagni þar. Staðallinn Qallar um skjöl, þar sem prentskipunum er stungið inn í sjálfan textann. Nota má hvaða ritil sem er. SGML-staðallinn hefur verið gefínn út undir heitinu ISO 8879. Upplýsingar um útlit skjalsins og umbrot eru geymdar í sérlegu fylgiskjali, sem senda má með sjálfu innihaldinu. Málið, sem lýsir útlitinu kallast "Document Style Semantics and Specification Language" (DSSSL). Þriöji hlutinn af SGML er "Standard Page Description Language" (SPDL). Þetta mál á að tryggja, að unnt sé að skrifa skjal út á hvaða prentara sem er, og er því í ætt við PostScript frá Adobe og InterPress frá Xerox. Eftir að skjal er komið á þetta form er ekki hægt með góðu móti að ritsetja það. SPDL er í sjálfu sér óháð SGML, og ekkert er því til fyrirstöðu að taka ODA-skjal og útbúa SPDL-prentskrá. Hér verður ekki nánar fjallað um SGML, þar sem ætla má, að ODA nái meiri útbreiðslu á almennum markaði. En fyrir- sjáanlegt er, að báðir staðlarnir verði við lýði um ókomin ár. ODA er staðall fyrir mótun skrif- stofúskjala, svo sem skýrslna, orðsendinga og bréfa. ODA gerir ráð íyrir skjölum með annars konar innihaldi en texta, t.d. grafík. Aðaltilgangurinn með ODA er að auðvelda sendingu skjala milli ólíkra tölvukerfa á ritsetjanlegu formi. Annar til- gangur ODA er að þjóna sem innra form í skjaiavinnslukerfum. Skjalavinnslukerfi er hér notað sem samheiti yfir hvers kyns tölvubúnað, sem vinnur með skjöl, þar með talin ritvinnslu- kerfí, umbrotskerfí og borðútgáfu ("desktop publishing"). ODA- módelið er mjög öflugur grunnur að skjalavinnslukerfí í samanburði við flest önnur kerfi, t.d. vegna stuðnings þess við skjala- og skjalhlutaflokka. ODA-staðallinn hefúr verið gefínn út undir heitinu ISO 8613. Hvernig ODA varð til og þróaðist Til þess að skilja hvers vegna ODA varð til, er gagnlegt að minnast á WYSIWYG-ritsetn- ingu. WYSIWYG stendur fyrir "What You See Is What You Get". Með notkun WYSIWYG- ritils gerir notandi ráð fyrir, að skjalið líti eins út á skjánum og eftir að það hefur verið prentað á pappír. Þegar skjal er ritsett, beitir notandinn rökrænni sýn. Hann sér skjalið frá rökrænu sjónarmiði t.d. sem samsafn setninga. Á sama tíma reiknar hann með, að ritillinn tryggi, að setning, sem bætt er við textann, birtist jafn- skjótt á sínum stað í samræmi við snið skjalsins. Þannig væri ef til vill nauðsynlegt að færa setninguna á eftir yfir á næstu blaðsíðu. Þetta mætti kalla formsýn notandans eða sniðrœnt sjónarhorn. Það má með nokkrum rökum segja, að ODA hafi fæðzt 1982 á 2. fundi ECMA TC29. ECMA stendur fyrir "European Computer Manufacturers Association", TC29 er tækni- nefnd innan þeirra samtaka, sem stofhuð var til að vinna að stöðlun innan skjalavinnslunnar. Á þessum fundi voru lagðar fram hugmyndir um staðal fyrir skipti á úrvinnsluhæfum skjölum. Aðalframlagið var frá fulltrúa ICL. Tillögur hans snerust fyrst og ffemst um sniðræna formgerð, þar sem rökrænar upplýsingar áttu að flæða gegnum röð tengdra skjalasvæða í ritsetningunni. Tillaga frá Bull gekk þvert á þessar hugmyndir. Hún ein- skorðaði sig við rökræna form- gerð og vildi ekkert af sniðinu vita. Þessir árekstrar héldu áfram á þriðja fundinum, sem lauk án samkomulags. Á fjórða fundinum voru þeir Bull- og ICL-menn tilbúnir til málamiðlunar svo að verkinu mætti miða áfram. Varpað var fram tillögu um að þróa: ------(1)---------------------- staðal, sem tekur tillit til beggja sjónarmiða Þetta hlaut skjóta samþykkt og hefúr verið eitt af meginatriðum í ODA sfðan. Sniðhugmyndir ICL voru teknar upp ásamt þeirri röksemd, að ekki bæri að staðla sérstaka rökræna hluta (t.d. kafla). Leiðin fram á við fólst í að hafa rökræna formgerð, óháða við- fangi, með stöðluðum leiðbein- ingum um snið. Á öðrum og þriðja fundi tækni- nefndarinnar hafði komið í ljós, að þörf var fyrir almennar upp- lýsingar til þess að gera ráð fyrir þáttum eins og síðufrumgerðum (prototypical pages). En ekki var ljóst hvernig koma mátti þessu fyrir innan hins nýja, almenna líkans. Einn þátttakandi boðaði þá skoðun sína, að ODA skyldi bjóða upp á altækar frum- formgerðir til leiðbeiningar við gerðskjalsins. Þær ættu bæði að ná til rökrænna og sniðrænna formgerða. Þessar hugmyndir þóttu helzt til þungar í vöfum og 22 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.