Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1991, Síða 26

Tölvumál - 01.04.1991, Síða 26
Apríl 1991 þjóðir heimsias gastu komið sínum adiugasemdum að, enda yrði EDI mikið notað í ört vaxandi alþjöðaviðskiptum. Því þótti ástæða til að byrja frá grunni og hanna nýjan staðal. Edifact staðallinn Árið 1986 var samþykkt hjá WP4(Working Party 4) á vegum Sameinuðu þjóðanna, að hefja smfði ánýjum staðli, EDIFACT (EDI For Administration, Commerce and Trade). Sá staðall á að koma í stað GTDI staðalsins og taka betur mið af þörfum innanlandsviðskipta ólíkra landa og svo milliríkjaviðskipta en t.d. ANSI X12 og TDI staðlarnir. Það átti einnig að freista þess að koma á einum alþjóðlegum staðli fyrir viðskipti, hvar sem þau áttu sér stað. 1987 voru í því skyni stofnaðar 4 svæðisbundnar undirneíhdir fyrir EDIFACT, North American Edifact Board, Australian Edifact Board, Eastem European Edifact board og Western Europe Edifact Board. Asian & Pacific Edifact Board var svo stofnað á sl. ári. Á meðfylgjandi myndum má sjá skipurit EDIFACT og skipulag Western Europe Edifact Board. í dag em tvö EDIFACT skjöl samþykkt, (reikningur og pönt- un), stefnt er að samþykkja endanlega 17 önnur fyrir lok september 1991 ogum 19 önnur em í vinnslu, þar af 26 langt komin í að vera samþykkt. Enn sem komið er talið að einungis 1 % fyrirtækja er hafa tekið upp EDI noti EDIFACT staðalinn í samskiptum sínum. Búast má við breytingum á því t.d. fyrir tilstilli ríkisstjórnaEb landanna, sem koma til með að bjóða fyrirtækjum upp á að skila inn tollskýrslum og hvers kyns skatt- skýrslum á EDIFACT staðlinum. Bandarískir aðilar hafa Ifá upphafi tekið þátt í mótun EDIFACT staðalsins. WP4 leitaði íljótlega ráðaumtæknileg málefnitil X12 nefndarinnar, sem á móti upplýstist betur um aðstæður f einstökum löndum utan banda- rlkjanna s.s. staíasett og viðskipta- venjur. Þegar EDIFACT nefndin fyrir Norður Ameríku var stofnuð tóku þeir að sér að tilnefna fulltrúa í hana. Auk þess var samþykkt meðal félaga í ASC X12 að taka að sér Edifact staðalinn og vinna að honum samhliða X12 staðl- inum. Þetta hefur verið gert auk þess sem skipulagi ASC X12 var breytt til hagræðingar. Á sl. ári var gengið enn lengra þegar samþykkt var að leita leiða til þess að samræma X12 staðalinn þannig að hann yrði hreint undirmengi EDIFACT staðalsins. Búast má við að EDIFACT stað- allinn muni ná almennri útbreiðslu í framtíðinni þegar fleiri við- skiptaboð liggja fyrir. Smátt og smátt munu fyrirtæki leggja niður eldri staðla og taka upp einn staðal fyrir öll sín viðskipti og opinber samskipti þ.e. EDIFACT staðalinn. og lómstundamoi 26 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.