Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 20

Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 20
Apríl 1991 En það varð brátt Ijóst að ekki var björninn unninn. Eins og tekið hefur verið fram eru nefhdar stafatöflur gerðar fyrir þarfir tungumála Vestur-Evrópu. Aðrar töflur urðu fljótlega til fyrir ýmis önnur málsvæði, til dæmis Austur-Evrópu, Norðurlönd að meðtöldum minnihlutamálunum grænlensku og samisku, kýrillisk mál og fleiri. Það kann að reynast afdrifaríkt að í ISO 8859-töflunum komast ísland og Tyrkland ekki fyrir á sama blaði. Á síðasta ári var gerð tilraun af hálfu Frakka til að breyta 8859-1 á þann veg að úr henni yrðu tekin íslensku táknin þ og ð, en tveir stafir, sem örsjaldan eru notaðir í frönsku settir í staðinn. Afbrigði af tillögu þeirra var að gera stafróf, sem dygði fyrir EB-löndin. Gegn því var beitt þeirri röksemd að taka yrði tillit til EFTA-landa til jafns við EB. Hugsanleg útkoma úr þessari flækju er sú að fram komi ný tafla, eins konar Suður- Evróputafla, sem nota megi meðal annars f Tyrklandi, en sem upp- fylli einnig sérþarfír Frakka. Ryðji slfk tafla sér til rúms f Evrópu (Tyrkland er stærri mark- aður en Island og flest önnur Vestur-Evrópulönd geta notað nýju töfluna), eru það slæm tíðindi fyrir okkur, og er fátt til bjargar annað en vonin um að tafla 8859- 1 sé orðin svo föst í kerfum tölvuframleiðenda að þeir muni ekki kasta henni fyrir róða. Heyrst hefur af svipuðum hugleiðingum hjá IBM varðandi stafatöflu 850 og jafnvel 871. Minna má á að tölvumarkaðurinn í Austur- Evrópu getur vaxið mjög á næstunni. Umhugsunarefni varðandi PC-stafróf Með áður umræddum mögu- leikum DOS-stýrikerfisins að nota mismunandi stafatöflur opnuðust augu hugbúnaðarframleiðenda fyrir því að nú geta þeir gert pakka sína nothæfa á alþjóða- markaði með langtum auðveldari hætti en áður. Nýjar útgáfur af forritum frá Lotus, Wordperfect og fleirum eru þannig gerðar að erfitt verður eða ómögulegt að nota stafatöflur við þær sem ekki eru opinberlega studdar af MicrosoftoglBM. Nefndirtveir risar eru reyndar ekki fyllilega sammála í stafrófsmálum, því að þar sem IBM styður töflu 850 eingöngu í OS2, notar Microsoft ISO 8859-1 sem innra stafróf í Windows. Vandinn með ósam- þykktar stafatöflur kemur einnig fram í ýmsum samskipta- og þýðingarbúnaði, til dæmis á milli IBM-stórtölvuumhverfís og PC- tölva. Nokkrir notendur PC-tölva hittust í Reykjavík nýlega og ræddu í fyllstu alvöru hvort tímabært sé nú að breyta PC- tölvum kerfisbundið yfir í töflu 850. Ný viðhorf við sjóndeildarhring Því hefur verið haldið fram að stafrófsvandinn muni ekki leysast fyllilega fyrr en unnt verður að auðkenna hverja skrá þannig að stafataflan, sem hún er rituð eftir þekkist eða þá að hvert einasta rittákn í heiminum verði auðkennt á sérstakan og einkvæman hátt. Tilraun til hins síðara er 32 bita stafrófið ISO 10646 (6. ætt). Enda þótt enginn tölvubúnaður sé enn til fyrir þann staðal myndi hann vafalaust koma fram um leið og kaupendur væru tilbúnir. Á síðustu mánuðum hefur orðið vart vaxandi fylgis við 16 bita stafrófið UNICODE. Það rúmar verulegan íjölda þeirra tákna, sem um er að ræða, en gæti þó ekki þjónað japönsku, kfnversku og kóresku öllum f einu (vegna ritháttarafbrigða verður að hafa rúm bæði fyrir kfnverskt og japanskt letur. Munurinn er svona eins og á milli ð og gegnum- strikaðsd, enviðþekkjum núvel hversu miklu máli hann skiptir). Menn bíða nú eftir því hvort og hvenær skerast muni í odda með ISO 10646 ogUNICODE. Hvor lausnin sem er myndi duga okkur til frambúðar, en miklu máli skiptir að veðja ekki á rangan hest. Ætla má að staðan skýrist nokkuð fyrir lok þessa árs. Til að vernda stöðu okkar á alþjóðlegum vettvangi er brýnt að fylgjast vel með stöðlunar- starfinu á sviði stafataflna og notkunar stafamengja, og láta í okkur heyrast þegar á hagsmuni okkar er gengið, til dæmis þegar tilraunir eru gerðar til að ryðja stöfunum ð og þ út. Að þessu er unnið á vegum Staðlaráðs íslands með dyggum stuðningi granna okkar á Norðurlöndum. Æskilegt er einnig að leita leiða til að sam- ræma sem mest hið íslenska umhverfi. Við stæðum verulega betur að vígi ef unnt væri að vísa til einnar stafatöflu, sem í raun og veru væri hinn íslenski staðall. Ég spái því að líða muni fjögur til fimm ár þar til stafrófsmálið verður komið í fast form, sem ekki muni breytast mjög upp frá því. Önnur mál tengd menningar- arfi þjóða kunna að koma upp f tengslum við stöðlun. Með þvf þarf að fylgjast og tryggja að tillit verði tekið til sjónarmiða okkar. Hafa verður í huga þá staðreynd að í alþjóðlega stöðlunarstarfinu er reynt til hins ítrasta að ná samkomulagi á milli þeirra sem mæta á fundi og gera grein fyrir máli sfnu. Önnur sjónarmið eiga erfiðara upp- dráttar. 20 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.