Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 25

Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 25
Aprfl 1991 Staðlar um viðskiptaboð í tölvu Sigurbergur Björnsson, verkfræðingur, Landssambandi iðnaðarmanna EDI, SMT, samtölvun og pappírslaus við- skipti Áður en hægt er að fara að tala um staðla um viðskiptaboð í tölvu er nauðsynlegt að setja fram skilgreiningu á ofangreindum hugtökum, enda hafa komið ffam misvísandi sjónarmið í þeim efnum. EDI, SMT, samtölvun ogpappfrslaus viðskipti, öll hafa þessi nöfn verið notuð yfir, í aðalatriðum, sama hugtakið og eru það enn. Sumir hafa viljað láta skilgreininguna innihalda tölvupóst, EFT færslur, EFTPOS færslur og jafnvel flutning skráa með viðskiptaupplýsingum yfir net. Til þess að gera langa sögu stutta er óhætt að fullyrða að um það rfki samkomulag að skilgreina hugtakið á eftirfarandi hátt: Þ.e. samskipti fyrirtækja með við- skiptaskjöl skv. stöðlum, viður- kenndum af opinherum aðilum, á rafeindaformi, sem eru send á milli þeirra yfir tölvunet eða sambærilegan hátt. Hvers vegna stöðluð viðskiptaboð? Þegar EDI skjalaskipti ber á góma koma upp ósjálfráð viðbrögð hjá mörgum þess efnis að þeir þurfi hreint ekki á þessu að halda. Þeir séu nýbúnir að fá tölvu, sem ráði við að 1000 skjáir séu í sambandi íeinu. Viðskiptavinir geti pantað beint á tölvuskjáinn, gluggað í verðlista og svo fram- vegis. Þegarþeirviljaborgafari þeir f bankalfnuna, sem er sams- konar fyrirbæri og millifæri. Þetta fyrirkomulag hefur allnokkra ókosti ef það á að ná almennri útbreiðslu eins og búist er við EDI samskipti geri. ífyrstalagi þurfa starfsmenn fyrirtækis við- skiptavinarins að læra á mörg tölvukerfi, því væntanlega pantar hann frá mörgum aðilum. Allir vita hversu þjálfun getur verið vandasöm og dýr. í öðru lagi þarf hann að vera stöðugt í sam- bandi á meðan hann er að vinna pöntun. Það getur tekið upp línur í lengri tíma með tilheyrandi kostnaði auk þess sem e.t.v. komast aðrir ekki að. í þriðja lagi nýtast honum ekki kostir sem eru bundnir stöðluðum við- skiptaboðum eins og t.d. sjálf- virkar pantanir og svo framvegis. í Qórða lagi getur hann lent í því að leysa samskiptamál við ólfka viðskiptavini með mismunandi aðferðum, t.d. tryggingarfélög þurfa að hafa samskipti við banka jafnt því að senda verkbeiðnir til bifreiðaverkstæða. Það verður því honum óhjákvæmilega dýrara en að notast við góða staðla og EDI samskipti. Staðlar viðskiptaboða EDI á uppruna sinn hjá fyrirtækjum f vöruflutningum í Bandaríkjunum á sjöunda ára- tugnum. Þau sáu fram á að það væri ódýrara og fljótara að koma því pappírsflóði, sem fylgir vöru- sendingum, til skila með þvf að senda þau beint á milli tölva. Þessi fyrirtæki stofnuðu með sér samtök, TDCC nú EDIA og unnu þau að þvf á áttunda áratugnum að koma upp svokölluðum TDCC staðli fyrir viðskiptaboð og litu fyrstu skjölin skv. honum dagsias Ijós árið 1975. Árið 1979 stofnaði svo bandaríska staðlastofnunin (ANSI) ASC X12 nefndina til þess að vinna að stöðlun við- skiptaskjala fyrir öll helstu viðskiptasvið í Bandaríkjunum. Fleiri staðlar eru notaðir f Banda- ríkjunum og eru sumir þeirra þróaðir af risafyrirtækjum og notaðir af þeim og nánustu við- skiptavinum þeirra. Þó er það svo að eftir því sem Bandarísku staðlastofnuninni vex fiskur um hrygg og fleiri skjöl verða til á vegum hennar, minnkar notkun heimatilbúinna staðla og fleiri fyrirtæki taka upp ANSI X12 staðalinn. Vegna velgengis, góðs skipulags og vinnufyrirkomulags X12 nefndarinnar fengu aðstandendur TDCC staðalsins áhuga á að þeirra staðlar yrðu teknir inn og staðlarnir sameinaðir. Sérstök nefnd var sett upp í því skyni á sl. ári. Hún hefur starfað af miklum þrótti. í Evrópu eru aðrir staðlar notaðir. Ber þar hæst TRADEACOMS (TDI) staðallinn, sem hefur náð mestri útbreiðslu í mörgum greinum atvinnugreina. Sá staðall er upprunninn ÍBretlandi. Þáer ODETTE staðallinn frá 1986 notaður mikið af fyrirtækjum í bifreiðaiðnaði. Auk þess VDA staðallinn frá 1981, sembiffeiða- iðnaður f Þýskalandi notar að einhverju marki. Þessir framantöldu staðlar þóttu ekki uppfylla öll þau skilyrði, sem góður alþjóðlegur staðall þyrfti að búa yfir. Einnig kom fram sú skoðun að setja þyrfti upp alþjóðlegt skipurit og koma á vinnufyrirkomulagi þar sem 25 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.