Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 6
Apríl 1991 Tölvur vega salt Gísli Már Gíslason, KÓS Allir vita, að hjólin snúast hratt í tölvuheiminum. Tölvurnar verða æ hraðvirkari og ódýrari. Það er eftiriektarvert, að þrátt fyrir hlutfallslegalækkun áverði vélbúnaðar miðað við tilteknar mælistikur eins og reiknihraða eða diskrými, virðast kröfur notenda aukast nokkurn veginn í takt. Þannig má búast við svip- uðum íjárfestingum fyrirtækja í vélbúnaði á næstu árum. Þeir sem taka þurfa ákvarðanir um kaup á nýjum búnaði eða standa frammi fyrir endurnýjun, eru ekki öíúndsverðir. Alla vega, ef þeir eru ekki þegar áhangendur einhverra tölvutrúarbragða, sem losa þá undan kvöl þess, sem á völina. Það skal fúslega viður- kennt, að aðstæður geta verið þannig, einkumþegarum endur- nýjun er að ræða, að valið liggur nokkuð beint við, og þarf ekki að tíunda ástæður þess. En oft svamla menn í hafsjó af hugtökum eins og MlPSum, milli- sekúndum, megabætum og öðrum töfraorðum, og eiga erfitt með að ná landsýn. Tölvuseljendur leggja skiljanlega áherzlu á sínar eigin töfraformúlur, og þá vill bregða við, að heildarsýnin brenglist og hlutirnir ekki skoð- aðir f samhengi. Jafnvel getur farið svo, að aukaatriðin verði að aðalatriðum. Reyndar er iðu- lega rangt að skrifa það algerlega á reikning seljendanna. Fjöl- margir tölvumenn virðast verja drjúgum hluta af tíma sínum í að stúdera erlend fagblöð, sem er út af fyrir sig góðra gjalda vert, en stundum ánetjast þeir svo óþyrmilega einhverjum kenning- um, sem hugmyndaríkir dálka- höfundar setja fram, að allt sam- hengi rýkur út í veður og vind. Auðvitað er bezta aðferðin við að velja tölvukerfi að prófa það í fyrirhuguðu umhverfi með við- föngum og þeim fjölda notenda, sem endanlega eiga að nota kerfíð. En það er oftast illframkvæman- legt, ekki sízt þegar um stór kerfí er að ræða. Tölvusalinn getur hreinlega ekki af Ijárhagsástæðum boðið aðgang að stórum kerfum, nema í undantekningartilvikum, og þar að auki myndu prófanimar verða allt of tímafrekar og kostn- aðarsamar. Þá er að athuga hvort unnt sé að grípa til næstbeztu aðferðarinnar, samanburðarfræð- innar. Þessi aðferð nýtist einkum við stækkanir og endurnýjanir, þegar menn vilja skoða hvaða kerfí innan sömu fjölskyldu henti bezt. En jafnvel í slíkum tilfellum getur samanburður orðið erfíður, að ekki sé minnzt á samanburð kerfa ólíkra framleiðenda. Menn freistast stundum til að álykta sem svo, að fyrst kerfi A, sem gefið er upp fyrir að framkvæma x aðgerðir á sekúndu og þjónar sómasamlega n notendum, geti kerfi B með 2x aðgerðum á sekúndu annað 2n notendum í sömu vinnslu. Þessi ályktun getur hæglega verið fjarri öllum sanni, þar sem einungis einn þáttur tölvukerfanna er athugaður. Ágætt dæmi um mælistærð, sem ein og sér segir lítið um raunveru- leg afköst, er meðalaðgangstími diska. Afköst seguldiska eru eftii í heila ritgerð, sem gæti jaðrað við að verða vísindaleg, ef gera ætti efninu rækileg skil. Hér er ekki ástæða til að ganga svo langt. Meðalaðgangstími er skilgreindur sem summan af meðalstaðsetningartíma og meðal- snúningstöf. Staðsetningartími er sá tími, sem þarf tii að koma aðgangsarmi fyrir á rétta rás og snúningstöf er tíminn, sem það tekur les- og skrifhausinn að finna tiltekna færslu á rás. Meðal- gildin eru svo háð sniði disksins, snúningshraða og öðrum þáttum. Aðgangstíminn segir sem sé bara til um það, hve langan tíma það tekur að færa leshausinn á réttan stað frá því, að diskurinn fær um það beiðni frá stýrieiningunni. Ekkert er sagt um hvernig stýri- einingin vinnur eða hvort hún þarf að sinna einum eða fleiri diskum. Ekki er heldur tiltekið hversu langan tíma það tekur að lesa eða skrifa gögnin á disknum eftir að þau eru fúndin. Að nota aðgangstíma sem mælikvarða á afköst diskakerfis má líkja við að nota hraðann á vélarstimplunum í bíl til að ákvarða afköst hans. Tilgangurinn með þessum hug- leiðingum um diskhraða er ein- ungis að nefiia dæmi um töfraorð, sem oft og einatt eru tekin út úr samhengi og lögð ofuráherzla á. Og þá erum við komin að jafn- vægislistinni, sem ýjað er að í fyrirsögn þessarar greinar. Á markaðnum má finna tölvur, sem geta stært sig af fínum afkasta- tölum, ekki sízt reiknihraða. Þá 6 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.