Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1991, Side 27

Tölvumál - 01.04.1991, Side 27
Apríl 1991 Starfsemi Staðlaráðs íslands og UT-staðlaráðs Þorvarður Kári Ólafsson Staðlaráð íslands Samkvæmt lögum frá 1978 sér Iðntæknistofnun íslands um stjórn og skipulagningu stöðlunar á ís- Iandi. í lok október 1987 var Staðlaráð íslands (STRÍ) stofnað til þess að hafa umsjón með þessari skyldu stofnunarinnar. Aðild að ráðinu eiga stjórnvöld og samtök atvinnulífsins. Laga- frumvarp um að gera STRI að sjálfseignarstofnun hefur verið lagt fyrir Alþingi. STRÍ er fulltrúi fyrir íslenskt stöðlunarstarf á alþjóðavettvangi og er ráðið aðili að alþjóðastaðla- sambandinu ISO, vestur- evrópsku staðlasammböndunum CEN og CENELEC og er þátttakandi í norræna stöðlunar- samstarfmu INSTA. Á vegum STRÍ eru starfandi Byggingarstaðlaráð (BSTR), Staðlaráð í upplýsingatækni (UT- staðlaráð) og Fagstjórn um stöðlun á sviði raftækni. Nýlega kom út önnur útgáfa íslenskrar staðlaskrár, en STRÍ gefur einnig út Staðlatíðindi mánaðarlega, til kynningar á frumvörpum og öðrum nýjung- um. Þessi rit eru send hverjum sem þess óska. Á staðladeild Iðntæknistofnunar er veitt marg- vísleg þjónusta varðandi leit að og öflun hvers kyns staðla. UT -staðlaráð UT-staðlaráð var stofnað f árslok 1988, en áður hafði sami hópur starfað undir nafninu Tölvuráð, ásamt sérstökum starfsmanni sem Reiknistofnun Háskólans og STRÍ höfðu ráðið til að sinna þessum málum. UT-staðlaráð samræmir aðgerðir og er ffamkvæmdaraðili varðandi stöðlun í upplýsingatækni, þmt. íjarskiptatækni. UT-staðlaráð leggur áherslu á að taka upp alþjóðlega staðla eftir því sem þörf og möguleikar eru á. Einungis í undantekningar- tilvikum eru gefnir út séríslenskir staðlar á sviðinu. Áhersla er lögð á að alþjóðastaðlar leyfi íslenska stafí f tölvum og tölvusamskiptum. UT-staðlaráð skipa nú: Oddur Benediktsson, fyrir Há- skóla íslands (formaður) Þorvarður Jónsson , fyrir Póst og síma (varaformaður) Arnþór Þórðarson, fyrir Félag íslenskra iðnrekenda, Gísli Már Gíslason, fyrir Verslunarráð íslands, Helgi Jónsson, fyrir Skýrslu- tæknifélag íslands, Jóhann Gunnarsson, fyrir Fjárlaga- og hagsýslustofnun. Þorvarður Kári Ólafsson er starfsmaðurráðsins. Fluttihann aðsetur sitt í ársbyrjun 1990 frá Reiknistofhun HÍ til Staðladeildar Iðntæknistofnunar. Útgáfa UT-staðla Á sl. ári var gefmn út íslenskur forstaðall ÍST 32 Almennir skil- málar um útboð og verksamninga vegna gagnavinnslukerfa. Staðallinn er unnin með hliðsjón af ÍST 30, sem fjallar um verklegar framkvæmdir. I sumar verður send til umsagnar íslensk þýðing á ISO 2788, ÍST 90 Heimildaskráning - leið- beiningar um gerð og þróun efnisorðaskráa á íslensku. Að öðru leyti snýst útgáfa staðla um s.k. listameðferð á Evrópu- stöðlum (EN, ENV og ETS). Nú hefúr STRÍ staðfest 13 staðla- lista á sviði upplýsinga- og fjarskiptatækni. Á þessum listum eru 64 samþykktir staðlar. Samþykktir staðlaiistar: ÍST L 300 Forritunarmál fyrir tölvur (6 staðlar) ÍST L 301 Segulmiðlar fyrir tölvur (9 staðlar) ÍST L 302 Persónu- og viðskipta- kort ásamt notkunarbúnaði (10 staðlar) ÍST L 303 Viðskiptaskjöl og rammaskeyti (2 staðlar) ÍST L 304 Myndvinnsla í tölvum (1 staðall) ÍST L 330 Hagnýting opinna tölvusamskipta (1 staðall) IST L 331 Fjarskiptanet til opinna tölvusamskipta (6 staðlar) 27 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.