Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 29

Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 29
Apríl 1991 "Kúltur" verkefni Nií hefur fengist norrænt fé til að lýsa þeim sérstöku kröfum sem norrænar tungur og menning gera til tölvubúnaðar. Hefur þetta verkefni fengið gælunafnið "Kultúrverkefnið", enþað snýst um að semja "Handbók um sérnorrænar kröfur til tölvubúnaðar". Verkefnið er undir íslenskri stjórn og verður fyrsti verkefnisíúndur haldinn hér í byrjun maí, með fulltrúum allra Norðurlandanna. Niðurstöðu úr fyrsta áfanga er að vænta í nóvember. Eitt er að lýsa kröfunum, og annað að tryggja að þeim sé fullnægt í öllum stöðlum. Fá þarf sérfræðinga til þess að skoða það gífurlega magn texta sem um er að ræða í tölvustöðlunum, með hliðsjón af okkar sérkröfúm. Ekki er að öllu leyti hægt að treysta á sérfræðinga nágranna- landanna að þessu leyti, svo leitað hefur verið til menntamála- ráðuneytisins um fé til úttektar á stöðlunum innanlands. Ef fé fæst, verður sú úttekt unnin með hliðsjón af fyrrgreindri handbók um norrænar sérkröfur. tölvupappírs. Er því hér með komið á framfæri við ffamleiðendur, notendur og aðra, að STRÍ er tilbúið að aðstoða við stöðlun á stærðum og götun tölvupappírs. Póstur og sími hefur óskað eftir endurskoðun á ÍST 2 Umslög, einkum með tilliti til þess hvemig framhlið umslaga skuli notuð. STRÍ hefur samþykkt að gera þetta, ef fé fæst til verksins. Loks hefur Þjóðskjalasafnið óskað eftir að STRÍ taki þátt í vinnu á sviði endingar pappírs, og er nú verið að undirbúa það samstarf. Þessi verkefni hafa orðið til þess að STRÍ er núna að athuga hvaða fyrirkomulag muni henta varðandi yfirumsjón með þessum og skyldum málaflokkum. Á árinu 1990 hætti Samstarfsnefnd um upplýsingamál (STUPP) störfúm, en hún var eini vettvangurinn sem STRÍ gat leitað til á sviði bókasafns- og upplýsingamála. Framundan er heildarskipulagn- ing stöðlunarmála á þessu sviði, og eru allar ábendingar í því sambandi velkomnar. Fagstjórn um upplýsingamál? Um langt skeið hefúr eina íslenska stöðlunarverkefnið á sviði upp- lýsingamála verið þýðingin á ISO 2788 um efnisorðaskrár. Nýlega samþykkti STRÍ að hefja endurskoðun á ÍST 1 Stærðir pappírs. Ástæðan er tilkoma nýs Evrópustaðals um stærðir tilskorins pappírs. Samtímis óskaði ráðið eftir að kannaður yrði áhuginn á stöðlun á sviði Nefndir sem heyra umdir UT-staðlaráð: Hugbúnaðarnefnd, sem m.a. undirbjó kynningarfund um for- ritunarmál (staðla og þýðendur) íjanúar 1990. Sérstök nefnd um ÍST 32, sem skilaði af sér haustið 1990. Hnappaborðsnefnd, sem unnið hefur að íslenskum viðauka við ISO 8884 (fjölþjóðlegt hnappa- borð). Nefndir í samstarfi við UT-staðlaráð: ICEPRO, nefnd um verklag í viðskiptum (sameiginlegur starfs- maður). Samstarfsnefnd um upplýsinga- mál (STUPP, skipuð af menntamálaráðuneytinu). Nefndin fjallaði um bókasafns- og upplýsingamál og gaf út fræðsluritið "Upplýsingar eru auðlind" á miðju ári 1990, um leið og hún var lögð niður. Flokkunarnefnd bókasafna, sem unnið hefur að þýðingu á ISO 2788 (efnisorðaskrár). 29 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.