Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 18

Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 18
Apríl 1991 Rítr sínum stöfum hver þjóð sína tungu Um tölvustafróf og stafatöflur eftir Jóhann Gunnarsson "En af því at tungumar em ólíkar hver annarri, þær þegar er ór einni ok inni sömu tungu hafa gengizk eða greinzk, þá þarf ólíka stafí í at hafa, en eigi ina sömu alla í öllum, sem eigi rita grikkir látínustöfum girzkuna ok eigi látinumenn girzkum stöfum látínu, né enn heldr ebreskir menn ebreskuna hvárki girzkum stöfam né látínu, heldr rítr sínum stöfum hver þjóð sína tungu" (Fyrsta málfræðiritgerðin). Þessi sannindi hafa legið eins og þungt farg á herðum gagna- vinnslu- og tölvufólks, allt frá því að fyrstu töflugerðarvélarnar komu til landsins upp úr 1950. Ég ætla reyndar ekki að rekjahér sögulega þróun. Henni hafa verið gerð nokkur skil í rituðu máli, til dæmis nokkuð ítarlega í BS- ritgerð Ólafs Guðmundssonar í tölvunarffæði, líklega árið 1986. Ég fer hér á eftir með ýmis hug- tök án þess að skýra þau í trausti þess að flestir lesendur séu um- ræðuefninu nægilega kunnugir til þess að ekki komi að sök. Ég ætla að lýsa ástandi mála varðandi tölvustafróf eins og það horfir við okkur íslendingum um þessar mundir. Fram kemur að málið er nokkuð flókið. Við ráðum ekki ferðinni nema að mjög litlu leyti, en getum þó haft viss áhrif á þróun mála ef þeim er beitt á réttan hátt. Miklu máli skiptir að við séum sammála innbyrðis um hvaða leiðir skuli halda. Ættir tölvustafrófa Skipta má þeim tölvustafrófum, sem nú eru f notkun, í nokkrar ættir. Um skilgreiningu þeirra leyfi ég mér að vitna í Danann Keld-Jorn Simonsen, sem er einn af samherjum mínum í baráttunni fyrir einfaldari skipan þessara mála í heiminum (úr grein í EUUGN, 4. hefti 10. árgangs veturinn 1990). Innskot frá mér standa í hornklofum. 1. ISO 646, 7 bita ættin Hér er ASCII-staffófið [American standard code for information interchange, alls 128 sæti fyrir tákn] mikilvægast ættingja. IISO 646 eru 10 sæti óskilgreind auk þess sem í 2 sætum (# og $) má skipta um stafi. Þetta hefur verið notað til að skilgreina ógrynni þjóðlegra afbrigða, sem náð hafa mismikilli útbreiðslu. Á Norður- löndum (utan íslands) hafa lands- útgáfurnar af ISO 646 verið hlutfallslega mikið notaðar, en aftur á móti tiltölulega lítið bæði íÞýskalandiog Frakklandi. [Um hinn enskumælandi heim, á Ítalíu og víðar var þetta stafróf einnig mjög útbreitt.] Þar sem vél- búnaður fyrir 8 bita stafróf er nú að verða nær einráður á mark- aðnum fer þýðing 7 bita stafróf- anna ört minnkandi. Enn mun þó búnaður gerður fyrir 7 bita staf- róf, bæði forrit, gögn og vélar, verða í notkun um langan tíma víða um heim. Samtök tölvuffam- leiðenda í Evrópu (ECMA) halda skrá yfir tölvustafróf. Þar eru skráð yfir tuttugu 7 bita afbrigði. 2. ISO 8859 ættin Til þessarar ættar teljast nálægt tíu 8 bita stafróf (og tillögur um nokkur enn eru til umræðu). Þau eru hvert um sig sniðin að þörfum vissra svæða í Evrópu og reyndar annarra heimshluta, þar sem latínuletur, grískt, kýrilliskt, arabískt og hebreskt letur eru notuð. Sameiginlegt með öllum útgáfum er ASCII-stafrófið í fýrstu 128 sætunum, og rúm er ætlað fyrir stýritákn samkvæmt skilgreiningu staðalsins ISO 6429 í sætum 0-31 og 127 til 159. í ISO 8859 er hver stafur [256 sæti alls] táknaður með einu 8 bita bæti. 3. Önnur 8 bita stafróf Ýmsir tölvuframleiðendur hafa skilgreint sín eigin 8 bita stafasett. Nefna má DEC, HP og APPLE, að ógleymdu IBM, sem reyndar er langsamlega uppfmninga- samast á þessu sviði. IBM hefur skilgreint nokkur stafróf fyrir PC-tölvur [kölluð stafrófssíður, á ensku codepage], þar sem ekki er rúm fyrir síðari stýritákna- raðirnar samkvæmt ISO 6429. IBM hefur einnig skilgreint allmörg 8 bita EBCDIC-stafróf, sem það notar á miðlungs- og stórtölvum sínum. EBCDIC- stafatöflurnar eru ekki á neinn hátt líkar ASCII að uppbyggingu, og eru þær einu þessara seljendataflna, sem ekki hafa ASCII-táknin [7 bita stafrófið] fyrir raunverulegt undirmengi. [Hér á landi eru í notkun tvær mismunandi gerðir af EBCDIC- stafatöflum]. 4. ISO 6937 8/16 bita ættin Þessi ætt er einnig 8 bita að náttúru til, og hefur líka 7 bita ASCII-töfluna fyrir undirmengi. Allmargir stafir eru þó táknaðir með hreyfingarlausum broddi og aðalstafnum á eftir. Því verður að skoða ýmist 8 eða 16 bita til að þekkja hvaða stafur er á ferðinni. Þetta flækir tilveruna 18 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.