Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 10

Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 10
Apríl 1991 Tegundir breyta s staðbundin breyta í einu undirforriti sg staðbundin víðvær breyta í einni forritaeiningu g víðvær breyta sem er þekkjanleg milli forritaeininga Ekkert forskeyti er notað fyrir hlaðabreytur Mynd 1. Á fyrstu árum tölvuvæðingar var algengt að notuð væru breytuheiti eins og x, y, z. Síðar kom upp sú aðferð að gefa breytuheitum lýsandi nafn, þannig að þau virkuðu sem athugasemdir líka. Ungverska gengur einu skrefi lengra: Tag breytunnar má lesa í breytuheitinu, og er það haft sem forskeyti við lýsandi nafn. Forskeyti breytunnar segir ekki aðeins grunntag (int, short, long), heldur einnig hvers konar breytu um er að ræða (global, static, hlaðabreyta), hvort um sé að ræða gagnagrind, vektor eða bendil og f sumum tilfellum til hvers breytan er notuð (index, teljari, x-hnit, y-hnit, auðkenni). Aðalókosturinn við Ungverskuna er sá að algildar reglur liggja ekki fyrir eða eru ekki til, og skapast því margir óvissuþættir. Með því að staðla vinnureglur má eyða óvissuþáttum og ná ffam eftirtöldum kostum: - Auðveldara viðhald - Minni hætta á villum - Minni þörf á athugasemdum - Forrit verða einslit Til að ná fram einslitu umhverfi er æskilegt að staðla eítirtalda þætti í forritum: - Breytunöfn - Skráarnöfn - Undirforritanöfn - Töflunöfn og töflusvæði - Gagnagrindur - Fasta - Athugasemdir - Hausa - H-Skrár - Þróunarumhverfi - Niðurbrot vinnusvæða - Rithátt í þessari grein verður aðeins fjallað um breytunöfn, skráar- nöfn, undirforritanöfn, hausa, þróunarumhverfi og niðurbrot vinnusvæða. Forskeyti við grunntög a array f flag (TRUE/FALSE) p pointer Ip far pointer np near pointer h handle k key m minnisbreyta af töflusvæði Mynd 2. Breytunöfn Ungversku má lýsa á BNF (Backus-Naur Form) rithætti á eítirfarandi hátt: Regla: [Breyta] :: = [Forskeyti] [Lýsandi nafn] [Forskeyti] :: = [Tegund breytu] [Forskeyti við tag] [Grunntag] [Notkunarsvið] Nánari skýringar eru á myndum 1-4. Dœmi: gfbSqlActive: Víðvær breyta sem notuð er sem rofi(f) af boolsku(b) tagi og notuð til að segja hvort SQL gagnasafn sé uppi anSamples: Vektor(a) af taginu int(n) sem lýsir gildum í sýnatöku sxStart: Upphafs x-hnit(x) af taginu short(s) si: Index(i) af taginu short(s) pszName: Bendill á streng sem inniheldur nafn Forritaeiningar Stór forrit eru samsett úr mörgum forritaeiningum, þar sem hver eining inniheldur undirforrit sem gegna ákveðnu hlutverki (t.d. ífamsetningarhluti ákveðins sam- talskassa). Niðurbrot í forritaeiningar skal fylgja eftirtöldum reglum: 10 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.