Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 13

Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 13
Apríl 1991 Þróunarumhverfi Staðlað þróunarumhverfi er mjög mikilvægur þáttur í að skapa aðstöðu sem einfalt er að setja nýjan starfskraft inn í. Staðlað þróunarumhverfi samanstendur af þróunartólum sem eru öflug, en jafnframt einföld í notkun, og notandi getur reitt sig á að séu til staðar, rétt upp sett eftir að skipanaskráin sem mótar um- hverfið er keyrð upp. Staðlað þróunarumhverfi felst því fyrst og fremst í því að búa til skipana- skrá sem mótar umhverfíð. Skip- anaskrá skal vera í leitarslóða þegar kveikt er á vélinni eða notandi tengist staðbundnu neti. Regla: < Skipanaskrá> :: = < Verkefni > start. [bat | cmd] Dæmi: tvistart.cmd (PM umhverfi) tvistart.bat (Windows umhverfi) Umhverfísþættir sem skipana- skráin skal móta eru eftirtaldir: - Textaritill - Auðlindaritlar - Kembiforrit - Þýðandi - Gagnasafnskerfí (ef við á) Til að einfalda fíutning manna milli verkefna skal leitast við að staðla áðurnefnd tæki og tól. Mikilvægt er að hafa í huga að eðlileg þróun á sér stað á þessum tólum. og mikilvægt er að vera vel vakandi fyrir nýjum og betri tólum. Niðurbrot vinnusvæða Einnig er mikilvægt að upp- bygging vinnusvæða sé samræmd milli verkefna, og er mælt með að hvert verkefni eigi a.m.k. eftirtalin undirvinnusvæði (sub- directories): DBS, WIN, DOC, TEST og RUN. í stærri verkefnum er einnig æskilegt að brjóta verkefnið niður í einingar, sem hvert um sig meðhöndlast sem sjálfstætt verkefni. Undir- forritasöfn sem nýta má í mörgum verkefnum skulu hafa sitt eigið vinnusvæði, og vera á ábyrgð eins aðila, líkt og um venjulegt þar með talið hjálparskrá, log- skrár, handbækur og hugsanlega fúndargerðir. TEST: Vinnusvæði sem notað er til prófunar. Einnig er ætlast til að eldri kóði, sem ekki er æskilegt að henda sé geymdur í þessu vinnusvæði til að tryggja að önnur vinnusvæði endurspegli þá útgáfu af forritinu sem verið er að þróa. RUN: Sýningarhæf keyrslu- útgáfa skal vera á þessu vinnu- svasði. {================================================================= t Undirforric...: Nafn undirforrics I I Verksviö......: Lýsing á virkni undirforrics. I NoCkun........: ! For skilyröi..: Forskilyröum lýsc I Efcir skilyröi: Efcirskilyröum lýsc I Skilagildi...: Lýsing á skilagildi I Hliðaráhrif..: Áhrif undirforrics sem ekki koma fram í færibreycum I = = === = = = = = = = = = = = = = = = = === = = ====== = = = = = === = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = ====} Mynd 7. verkefni sé að ræða. Mikilvægt er að forritari sem nýtir sér slík undirforritasöfn líti á þau sem svartan kassa, þar sem gert er ráð fyrir að API-skil (Application Programming Interface) séu stöðug, og einu skil forritara við eininguna. Nota skal tilvísun í undirforritasafnið frekar en flytja það á vinnusvæði verksins. Ætlast er til að undirvinnusvæðin verði notuð á eftirfarandi hátt: DBS: Gagnagrunnshluti verk- efnisins. WIN: Framsetningar- og rök- hluti kerfísins. DOC: Inniheldur allar ritvinnslu- skár sem tilheyra verkefninu, Lokaorð Þessar reglur eru ætlaðar sem grunnur að staðli fyrir fyrirtæki jafnt sem hugbúnaðarhús. Aðlögun að þörfum hvers og eins er þó nauðsynleg, til að taka mið af mismunandi þróunar- umhveríum og forritunarmálum. Reynslan sýnir að notkun þeirra virkar ekki sem kvöð, heldur sjálfsagður þáttur í hugbúnaðar- gerð, sem forritarar meta vegna kosta stöðlunar í forritafasa. 1 3 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.