Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 24

Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 24
Apríl 1991 Rök- og sniðformgerðirnar, sem gerðar hafa verið að umtalsefni, eru sértækar formgerðir. ODA- staðallinn gerir einnig ráð fyrir rökrænum og sniðrænum frum- formgerðum: Rökræn frumformgerð skjals skilgreinir íyrirífam tiltekna þætti rökformgerðarinnar, t.d. að skjalið sé myndað úr röð kafla, sem innihalda málsgreinar og myndir. Sniðræn frumformgerð skil- greinir fyrirfram tiltekna þætti sniðformgerðarinnar, t.d. að hver síða í skjalinu skuli hafa blaðsíðunúmer á tilteknum stað. Skjalhlutar, sem búnir eru til samkvæmt sömu frumformgerð, mynda skjalhlutaflokk. Skjöl, sem búin eru til í samræmi við tilteknar frumformgerðir mynda síðan skjalaflokk, þar sem þau búa yfir sömu eiginleikum. Sú spurning hefúr vaknað, hvort ODA-ritlar eigi að leyfa mönnum að útbúa frumformgerðir. í raun ætti ekkert að vera því til fyrir- stöðu, en þeir ritlar, sem litið hafa dagsins ljós, eiga fullt í fangi með að ráða við sértæka rökformgerð, sértæka sniðform- gerð, innihaldshögun o.s.frv., þar sem sérhver innihaldshögun krefst vanalega sérlegs undirritils. Fram að þessu hefur því gerð frumformgerða verið á höndum forritara, en ekki hins almenna notanda. ODA-skjöl er unnt að auðkenna í heild sinni með því að gefa skjalinu svokallaða auðkenningu. Auðkenning felur m.a. í sér merkingar, sem eru notaðar við vistun og heimt skjala. Og þá er að minnast á tilvist ODIF (Office Document Interchange Format), sem er samskiptasnið og skilgreinir gagnastrauminn, er leyfír hnökra- lausar sendingar milli tölvukerfa. Hér verður ekki farið nánar út í ODIF, en látið nægja að láta þess getið, að samskiptasniðið byggir á öllum þeim atriðum, sem þegar hefur verið Qallað um. Niðurlag ODA er mjög umfangsmikill og öflugur staðall, sem á eftir að gjörbreyta vinnuháttum okkar. Til að gefa hugmynd um umfang hans, má nefna, að kaflinn um skjalaformgerðir, sem er sá lengsti, er um 300 blaðsíður að lengd. Þar sem staðallinn er gerður til að vinna með OSI, er hægt að senda ODA-skjöl milli kerfa með því að nota X.400- samskipti eða FTAM. Það verður ekki ónýtt að geta sent skjöl með myndum og línuritum í tölvupósti, jafnvel í lit. í framtíðinni þarf enginn að bölsótast lengur yfir því að geta ekki flutt skjal úr einu ritvinnslukerfí I annað án meiri háttar tilfæringa eins og svo algengt er í dag. En þetta verður því aðeins að veruleika, ef allir framleiðendur sameinast um að nota staðalinn. Þó að draumurinn rætist kannski ekki alveg á næst- unni, getum við huggað okkur við það, að flestir tölvuframleið- endur vinna nú ötullega að því að smíða ODA-hugbúnað. Aðalheimild: SGML & ODA - Standard- iseringens resultater, 2. del Gefið út af Dansk Standardiseringsrád 1989 Vinna, vinna, vinna, vinna, verkið bíður. Vaka, vaka, vaka, vaka, dagur iíður. Flýta, flýta, flýta, f/ýta við erum á eftir tímaáætlun. (Helga Ágústsdóttir) 24 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.