Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 15
Apríl 1991 ísland, markaðssamruni í Evrópu og upplýsingatækni Finnur Sveinbjörnsson, iðnaðarráðuneyti Markaðssamruni í Evrópu Tólf aðildarríki Evrópubanda- lagsins (EB) stefna að því að mynda sameiginlegt markaðs- svæði fyrir vöru, þjónustu, fjármagn og vinnuafl fyrir árslok 1992. Aðildarrfki Fríverslunar- samtaka Evrópu (EFTA) ræða nú við EB um að stækka þetta sameiginlega markaðssvæði þannig að það nái til aðildar- ríkjanna átján í þessum tveimur samtökum. Og handan við hornið biða ríki Mið- og Austur-Evrópu sem öll stefna nú hraðbyri í átt til markaðsbúskapar. Innan skamms verður stærsta markaðssvæði heimsins orðið til í Evrópu með um 330 milljónir íbúa og um 370 milljónir íbúa þegar EFTA-ríkin eru talin með. Á þessum markaði er kaupgetan há, neytendur kröfuharðir og samkeppnin mikil. Með slíkan heimamarkað að baki gæfíst evrópskum iðnfyrirtækjum og öðrum framleiðendum færi á að vinna upp það forskot sem keppi- nautar annars staðar frá, einkum Bandarfkjunum og Japan, hafa haft um nokkurt skeið. Afnám tæknilegra viðskiptahindrana Sameiginlegt markaðssvæði felur í sér að ýmiss konar viðskipta- hindranir heyra sögunni til. Þar er í fyrsta lagi um að ræða afnám beinna viðskiptahindrana í formi viðskiptabanna, magntakmarkana og tolla. í öðru lagi afnám ýmiss konar óbeinna (tæknilegra) viðskiptahindrana, eins og þunglamalegs innflutningseftirlits, mismunandi krafna til eiginleika vöru frá einu ríki til annars og krafna stjórnvalda um að vara sé prófúð á ný áður en sala hennar er leyfð þótt hún hafi þegar verið prófuð í öðru ríki. Aðildarríki Evrópubandalagsins hafa þegar dregið úr að verulegu leyti eða afnumið að fullu beinar við- skiptahindranir en í staðinn hafa óbeinar viðskiptahindranir orðið til þess að draga úr viðskiptum milli þeirra og gert slík við- skipti kostnaðarsamari en ella væri. Með markaðssamrunanum ættu þessar viðskiptahindranir hins vegar að heyra sögunni til. Þáttur staðla í markaðssamrunanum í maí 1985 ákvað EB að staðlar skyldu gegna lykilhlutverki í því að skapa hið sameiginlega markaðssvæði innan banda- lagsins. I "nýju aðferðinni" ("New Approach"), sem þá var samþykkt, felst að í stað þess að freista þess að vinna hið vandasama verk að samræma kröfur stjórnvalda f aðildar- ríkjunum um alla eiginleika vöru skyldu einungis settar fram lög- bundnar kröfur um þau atriði er varða öryggi, líf og heilsu manna og dýra og umhverfisvernd. Þessar kröfur eru nefndar grunn- kröfur. Kröfur þessar eiga jafnt við um vöru, sem framleidd er innanbandalagsins, ogvörusem flutt er þangað inn frá ríkjum utanþess. Jafnframtvar ákveðið að þessar kröfur skyldu vera þannig að unnt væri að útfæra þær á nánari hátt í stöðlum. Framleiðendum er í sjálfsvald sett hvort þeir nota staðlana en svo er litið á að sá sem fylgir stöðlunum hafí fúllnægt grunn- kröfúnum. Að öðrum kosti þarf framleiðandi að sýna sérstaklega fram á það. EB hefúr gert ramma- samninga við evrópsku staðla- samböndin CEN á almennu sviði, CENELEC á raftæknisviði og ETSI á fjarskiptasviði um að semja nauðsynlega staðla ("Evrópustaðla", sem táknaðir eru með EN eða ETS). Þessir staðlar eru jafnóðum samþykktir sem landsstaðlar í sérhverju aðildarríki bandalagsins og eldri staðlar numdir úr gildi. EFTA- rlkin hafa einnig gert svipaða samninga við staðlasamböndin. Það er stefna EFTA-ríkjanna að vísað verði til þessara samræmdu staðla í stjórnvaldsfyrirmælum og við opinber innkaup. Staðlar einnig notaðir við prófun og vottun En það er ekki nóg að fullyrt sé að vara sé framleidd I samræmi við staðla, stjórnvöld eða kaup- endur vörunnar í framleiðslu- eða innflutningslandi vörunnar þurfa að geta treyst því að svo sé. Til að leysa þetta samþykkti Evrópubandalagið "heildar- aðferðina" ("Global Approach") f desember 1989. Og aftur er 15 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.