Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 16

Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 16
Febrúar 1992 Á þessum línum eru brýr eða beinar sem endabúnaður. Leigu- línur eru góður kostur á stuttum vegalengdum og þar sem einungis er tenging á milli tveggja staða. Ef hinsvegar þörf er á tengingu á milli margra staða eða staða sem liggja í meiri fjarlægð hvor frá öðrum þá verður þessi leið dýr. Aukþesseinkennistumferð á staðarnetum af púlsum og eru því líkur á að leigulínan yrði illa nýtt á milli þessara umferðar- púlsa miðað við kostnað. Með því að setja upp mænu (backbone), þ. e. sameiginlegt flutningskerfi, sem margir aðilar geta tengst, mætti komast fyrir helstu ókosti þeirra aðferða sem notaðar eru í dag. Mænan þarf að bjóða meiri hraða en Gagna- netið og þarf helst að geta gefið notendunum möguleika á að keyra sömu samskiptareglur alla leið á milli staðarnetanna þ. e. einnig á mænunni sjálfri. Auk þess þarf mænan að uppfylla þær öryggiskröfur sem krafist er af slíkum kerfum. Þetta þýðir að hún þarf að vera mjög sveigjan- leg. SemliðuríkönnunPóstsog síma á því hvaða kerfi uppfylltu þessar kröfur voru gerðar prófanir á FDDI (Fiber Distri- buted Data Interface) kerfi í samvinnu við Borgarverk- fræðing og Tölvulagnir hf. FDDI kerfið býður upp á mikinn hraða, eða allt að lOOMb/sek, en það reyndist ekki henta Pósti og síma sem mæna. Helstu ástæður voru að kerfið krefst sérstaks ljósleiðara sem það nýtir illa, það er frekar dýrt og hefur ekki þann sveigjanleika sem Póstur og sími leitaði eftir. Eftir nánari athuganir var ákveðið að byggja upp mænu með beinum sem tengjast saman með núverandi fjölsímakerfi Pósts og síma, sjá mynd 2. Aðal- tengipunktar mænunnar eru stað- settir í símstöðvum og notendur tengjast inn á þessa tengipunkta í gegnum beina sem eru staðsettir BeWríaírratóð ________ Belnlr hjá notanda Mynd 2. Uppbygging Háhraðanets Pósts og síma með beinum í símstöðvum og hjá notendum. 16 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.