Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 17

Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 17
Febrúar 1992 hjá notendunum sjálfum. Þetta kerfi uppfyllir þær kröfur sem gerðar voru hér að framan þ.e. það eru margir sem geta haft aðgang að mænunni, hún býður meiri hraða en Gagnanetið og hefur að auki mikinn sveigjanleika. I upphafi er gert ráð fyrir að hraðinn á mænunni sjálfri þ.e. á milli símstöðva verði 2Mbit/sek en hraðinn á leggjunum út til notenda geti verið 64k til 2Mbit/ sek. Þannig má takmarka umferö inn á staðarnet við útibú 0 fyrirtækis eða viðskiptavini þó mæna Pósts og síma sé notuð Uppbygging netsins verður í fyrstu með aðaltengipunkta í símstöðvum í Landssímahúsi, Múlastöð, Rauðarárstíg, Arbæ, Hvolsvelli og Akureyri. Þaðeru fleiri en ein leið til sumra staða, t.d. á milli Landssfmahúss og Múlastöðvar. Það er gert til þess að auka rekstraröryggi kerfisins. Auk þess að vera varaleiðir þá gefur þetta einnig möguleika á að stýra umferð inn á mismunandi leiðir eftir álagi. Mænan verður sett upp til að byrja með eins og mynd 2 sýnir, en varaleiðum verður bætt inn þegar fram líða stundir auk þess sem settar verða upp nýjar tengingar í símstöðvum eftir því sem þörf er á bæði á stór- Reykjavíkursvæðinu og einnig úti á landsbyggðinni. Ef notkunin verður mikil og álagið á mænunni fer að valda töfum þá er eins og áður er nefnt hægt að bæta inn fleiri 2 Mbita leiðum eða að auka hraðann á mænunni að hluta eða á henni allri til þess að fá meiri afköst. Beinarnir sem notaðir eru á mænunni eru frá Bandaríska fyrirtækinu Cisco. Beinar af AGS+ gerð verða í símstöðv- unum en afkastaminni beinar hjá notendum. I upphafi verður boðið upp á tvær tegundir tengiskila fyrir staðarnet hjá notendum þ.e. - Ethernet - Token Ring (4 og 16 Mbit/sek) Ethernet og Token Ring eru lang- algengustu staðarnetin á Islandi og ættu því flest staðarnet í landinu að geta tengst mænunni. Helstu samskiptareglur sem boðin verður beining á eru: - TCP/IP (Transport Control Protocol/Internet Protocol) - IPX (Internetwork Packet Exchange) - DEC-net - SDLC Transport Staðarnetin eru yfirleitt á hraðanum 4-16 Mbit/sek en það er ekki boðið upp á meira en 64 kbit/sek í Gagnanetinu TCP/IP hefur til skamms tíma mest verið notað við samteng- ingar á stærri tölvum en notkun þess í einkatölvuheiminum hefur aukist mjög og sérstaklega á þeim stöðum þar sem um er að ræða Ákveðið var að byggja upp mænu með beinum sem tengjast saman með núverandi fjölsímakerfi net sem eru sambland af einka- tölvum og stærri vélum. IPX frá NOVELL eru útbreidd- ustu samskiptareglur á staðar- netum í dag og því þekktastar af þessum reglum. DEC-net eru samskiptareglur frá Digital og eru allnokkuð notaðar í DEC umhverfi. í dag er notuð útgáfa sem heitir fasi IV en von er á breytingu yfir í fasa V og er það stefnan að bjóða upp á fasa V þegar þar að kemur. SDLC Transport er lausn Cisco á því hvernig SDLC skjátengingar frá IBM eru tengdar yfir mænuna. Auk þess verður boðið upp á Token Ring brúun fyrir SNA eða Netbios (Source Route Bridging). Það verður þó væntanlega ekki í fyrstu en ætti að verða mögulegt fljótlega. Netstjórnun verður í höndum Pósts og síma og hefur síminn eftirlit með netinu allan sólar- hringinn allt árið urn kring sem á að tryggja rekstraröryggi þess. Við netstjórnun er notað SNMP (Simple Network Management Protocol) sem er netstjórnunar- kerfi sem keyrir á TCP/IP. Til þess að tryggja að óviðkomandi aðilar komist ekki 17 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.