Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 28

Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 28
Febrúar 1992 niður. Hefur augljóslega verið tekin sú ákvörðun að láta verkin tala og sarastarfið þróast utan sviðsljósanna. Bæði fyrirtækin hafa átt undir högg að sækja á liðnum árura og þó þau hafi samtals liðlega 30% markaðs- hlutdeild í sölu einmenningstölva á Bandaríkjamarkaði þá hefur Verður því miður að spá því að árið 1992 verði slakt ár fyrir þá sem selja tölvuvörur og -þjónustu Apple ekki tekist að komast inn á stórfyrirtækjamarkaðinn og IBM misst frá sér forystuna í þróun DOS tölvanna sem þeir eru þó höfundar að. Þær nýjungar sem IBM kynnti 1987 þegar OS/ 2, PS/2 og MCA tengibrautin voru kynntar hafa ekki náð athygli kaupenda og þess sjást nú æ fleiri rnerki að IBM sé sjálft að laga sig að því sem mark- aðurinn vill á þessu sviði og hverfa frá einangrunarstefnunni sem þessar vörur vissulega stóðu fyrir. Samstarf IBM við Microsoft um OS/2 og LanManager hefur verið þeim þungt í skauti þar sent Microsoft hefur leikið tveimur skjöldum og lagt á hverjum tíma áherslu á það sem kom þeim best en ekki samstarfi fyrirtækjanna. Var orðið ljóst fyrir rúmu ári að Microsoft hafði engan áhuga á OS/2 vegna lítillar sölu. Þá er það lýsandi dærni um þetta sam- starf að tímarilið Byte hefur það eftir Bill Gates forstjóra Micro- soft að hann græði meira á hverju seldu IBM eintaki af OS/2 en á Windows sem hann selur sjálfur. Apple hefur misst það geysilega forskot sem þeir stofnuðu til í notendaskilum árið 1984 og er smám saman að átta sig á því að Windows 3.0 er harðari sam- keppni en þeir hafa nokkru sinni horfst í augu við áður. Þeir sem til þekkja vita að margt í stýrikerfi Apple er fremra því sem Windows/Dos býður og IBM hefur sagt að það muni taka Microsoft tvö ár að ná þangað sem Apple er nú. Þá er sú staða uppi að langmest af þeim hug- búnaði sem notað er á Macintosh er framleiddur af Microsoft. Af þessu sökunt hefur Apple orðið í sumurn tilvikum að leika eftir fiðlu Microsoft með nýjungar. Er altalað að System 7.0 sem er ein mesta bylting í gerð stýrikerfa um langt skeið hafi tafist um meira en ár vegna vandamála við aðlögun að hugbúnaði Micro- soft. Sú töf kom sér vel fyrir Microsoft því á þeim tíma tókst þeim að korna Windows 3.0, skæðasta keppinauti Macintosh notendaskilanna á markað. Apple og IBM eiga því sameig- inlegan keppinaut í Microsoft sent þeim væri ósárt um að yrði fyrir kúrum í þessum slag. Það er hins vegar einföldun að álykta að þetta atriði skipti sköpum í samstarfi IBM og Apple. Önnur atriði konta til. Apple hefur um langt skeið unnið að gerð næstu kynslóðar stýrikerfa sem hefur gengið undir heitinu PINK. Auk þess sem það er talið fært um að keyra allan Mac- intosh hugbúnað mun það einnig vera fært um að keyra DOS og Windows hugbúnað. Stýrikerfið er hannað með það fyrir augum að hægt sé að færa það á milli örgjörva. Þetta atriði er afar mikilvægt fyrir samstarf fyrir- tækjanna. Það hefur á hinn bóginn háð Apple að þróun þessa nýja stýrikerfis hefur verið þeim afar dýr og talið að þeir muni ekki einir og sér geta haldið áfrant að þróa það um ókomin ár. IBM hefur veðjað allt of miklu á OS/ 2 með sorglega litlum árangri. Hefur þetta án efa tafið frant- þróun stýrikerfa fyrir Intel tölvur af þeirra hálfu og því ljóst að þeir verða að gera mikið átak til þess aðnáforskotiáný. Samstarfum nýtt stýrikerfi mun því þjóna hagsmunum beggja, Apple fær samstarfsaðila til þess að aðstoða við fjármögnunina og IBM fær aðgang að tækni Apple. Þá er það yfirlýst stefna fyrir- tækjanna að þau muni leyfa öðrunt framleiðendum að nota stýrikerfið svo og framleiða tölvur sem geta keyrt það. Þetta, ásamt samhæfni við bæði Macintosh og Windows hugbún- að, er grundvallaratriði ef þeim á að takast að ná markaðs- hlutdeild með hið nýja stýrikerfi. Þá hefur Apple lengi ýtt á undan sér endanlegri ákvörðun um að fara út í RISC tæknina sem fram til þessa hefur veitt meiri reikni- afköst en örgjörvar byggðir á hefðbundinni CISC tækni. Mun þar ráða nokkru að Motorola, IBM hefur veöjaö allt of miklu áOS/2 meö sorglega litlum árangri sem frantleiðir örgjörvana í núverandi tölvur Apple, hefur ekki enn komið fram með verðugan keppinaut við aðra RISC örgjörva. Þá hefur Apple ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að þróa eigin örgjörva. IBM á hinn bóginn hefur Power RISC - gjörvann sem notaður er í RS/ 6000 Unix tölvum þeirra og hefur 28 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.