Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 26

Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 26
Febrúar 1992 Gluggað í framtíö í Ijósi fortíöar Halldór Kristjánsson, verkfræðingur Byggt á erindi semflutt var á ET-degi SI, 6. desember 1991 Inngangur Á næstu árum má vænta þess að stafræna byltingin muni taka til fleiri sviða en tölvutækninnar. í fjarskiptum, hljóð- og mynd- tækni sér þess nú merki að stafræn vinnsla er að hellast yfir og ný tæki að líta dagsins ljós. Vasasímar, þrívítt vídeó, tölvu- gleraugu og þrívíddarreynsla er allt hlutir sem verið er að vinna við að koma á markað. Sama á við í tölvutækninni. Ef miðað er við þróun síðustu ára þá er þess ekki langt að bíða að hægt verði að fá ígildi CRAY tölvu í líki lítillar einkatölvu á verði sambærilegu við það sem nú þekkist í einmenningstölvum. Samhliða þróun tölva, er ljóst að þær munu renna saman við síma- og sjónvarpstæknina og tölva framtíðarinnar verður eitt- hvert samspil allra þessara þátta. Leikir, forrit, sjónvarp, sími, videótæki og geislaspilari verða í einu og sama tækinu. Jafnframt þessu mun hin venjulega tölva minnka og breytast og verða hluti af þeim búnaði sem við höfum með okkur hvar sem við erum og í sambandi við umheiminn. Þróun í fjarskiptum styður þessa ímynd. Hjartað í allri þessari þróun verður einkatölvan. Ekki er víst að menn hafi almennt gert sér grein fyrir þeirri gífurlegu út- breiðslu og dreifingu reikniafls sem átt hefur sér stað á liðnum árum. Árið 1978 lágunær 100% reikniafls heimsins í miðlægum tölvum með heimskum skjám. Hlutdeild slíkra tölva í saman- lögðu reikniafli var minna en 1 % árið 1990! 99% eru því í afli einmenningstölva og -tækja. Þessi gífurlegu umskipti hafa sagt 26 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.