Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 26

Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 26
Febrúar 1992 Gluggað í framtíð í Ijósi fortíðar Halldór Kristjánsson, verkfræðingur Byggt á erindi semflutt var á ET-degi SI, 6. desember 1991 Inngangur Á næstu árum má vænta þess að stafræna byltingin muni taka til i'leiri sviða en tölvutækninnar. í fjarskiptum, hljóð- og mynd- tækni sér þess nú merki að stafræn vinnsla er að hellast yfir og ný tæki að líta dagsins ljós. Vasasímar, þrívítt vídeó, tölvu- gleraugu og þrívíddarreynsla er allt hlutir sem verið er að vinna við að koma á markað. Sama á við í tölvutækninni. Ef miðað er við þróun síðustu ára þá er þess ekki langt að bíða að hægt verði að fá ígildi CRAY tölvu í líki lítillar einkatölvu á verði sambærilegu við það sem nú þekkist í einmenningstölvum. Samhliða þróun tölva, er ljóst að þær munu renna saman við síma- og sjónvarpstæknina og tölva framtíðarinnar verður eitt- hvert samspil allra þessara þátta. Leikir, forrit, sjónvarp, sími, videótæki og geislaspilari verða íeinuogsamatækinu. Jafnframt þessu mun hin venjulega tölva minnka og breytast og verða hluti af þeim búnaði sem við höfum með okkur hvar sem við erum og í sambandi við umheiminn. Þróun í fjarskiptum styður þessa ímynd. Hjartað í ailri þessari þróun verður einkatölvan. Ekki er víst að menn hafi ahnennt gert sér grein fyrir þeirri gífurlegu út- breiðslu og dreifingu reikniafls sem átt hefur sér stað á liðnum árum. Árið 1978 lágu nær 100% reikniafls heimsins í miðlægum tölvum með heimskum skjám. Hlutdeild slíkra tölva í saman- lögðureikniafli varminnaen 1% árið 1990! 99% eru því í afli einmenningstölva og -tækja. Þessi gífurlegu umskipti hafa sagt 26 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.