Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 30

Tölvumál - 01.02.1992, Blaðsíða 30
Febrúar 1992 og sterkrar stöðu Windows. Þá er ég ekki bjartsýnn á að UNIX muni auka markaðshlutdcild sína á næsta ári. Hugbunaöur Hins vegar mun sala á hugbúnaði fyrir Windows verða allsráðandi og eidri pakkar sem ekki gera ráð fyrir Windows eiga mjög erfitt uppdráttar. Þámá væntamikillar þróunar á hugbúnaði fyrir Windows og mikilvægi tölvanna aukast vegna hans. Miðtölvur Flestir miðtölvuframleiðendur hafa orðið að horfast í augu við mikinn samdrátt, hagnaðar- minnkun og verðlækkanir til þess Microsoft hefur leikið tveimur skjöldum og lagt á hverjum tíma áherslu á það sem kom þeim best en ekki samstarfi fyrirtækjanna að halda markaðshlutdeild. Flestir þeirra leggja nú mikla áherslu á notkun miðtölva sem miðlara í netkerfum í stað öfl- ugra einkatölva sem gegnt hafa því hlutverki. Samkomulag virð- ist þar í augsýn með tilkomu biðlara/miðlara vinnslu í net- kerfum en þar er vinnslunni skipt á milli miðlægu tölvunnar og vinnustöðvarinnar og kostir beggja þannig nýttir. Öflug gagnavinnsla í miðlægu tölvunni og yfirburða framsetning gagn- anna á vinnustöðinni. Með nokkurri kaldhæðni má fullyrða að við séum að sumu leyti komin í hring þegar vinnslan er á ný orðin miðlæg, nokkuð sem uppreisnarmenn hafði ekki látið sig dreyma um þegar ein- menningstölvurnar losuðu þá undan helsi miðlægu tölvu- kerfanna. Netkerfi og opin kerfi Þróun netkerfa er langt í frá lokið og unnt er að sjá fyrir margt sem mun enn auka gildi þeirra. Á næsta ári munu ekki verða teljandi breytingar á innkaupa- venjum manna - Novell heldur sterkri stöðu sinni hér á landi sem annars staðar þó búast megi við að LanManager nái að saxa eitthvað á það forskot. Ný öld er að ganga í garð með tilkomu ódýrs aðgangs að há- hraða samböndum milli lands- hluta og innan þeirra. Geta þá aðilar sem eiga tölvunet dreifð um landið tengt þau saman í eina heild með fullri þjónustu eins og um eitt net sé að ræða. Við þessi auknu samskipti á milli tölva og innan neta hefur komið enn betur í ljós hversu mikið afl og orka fer í að breyta á milli hinna ólíku samskiptastaðla svo gögn og upplýsingar komi óbrengluð til skila og samskipti séu yfirleitt kleif. Þörf fyrir samræmingu eða opin kerfi hefur því aldrei verið brýnni en nú en því miður er meira um orð þar en efndir. Enn um sinn verður þetta þróuninni fjötur um fót. Framleiðendur hafa kynnt hugmyndir að og eru að undirbúa byltingu í tölvu- högun sem líklegt er að muni gera mikilvægi háhraðaneta enn meira en nú er. Þar á ég við að á næstunni mun hugbúnaður geta leitað að lausu reikniafli á netinu og notað það þegar þörf er á meira afli en ein vinnustöð ræður yfir. Reikniaflið getur verið á einni eða fleiri miðlægum tölvum, einni eða fleiri vinnu- stöðvumo. s. frv. Netiðverður því tölvan og ljóst að þar verður aðgangur að afli sem er margfalt það sem nú þekkist í stórum tölvumiðstöðvum fyrir brot af þeim kostnaði sem nú þekkist. Þar sem aflið getur verið dreift unr allt netið hverfur þörfin fyrir miðlægar tölvumiðstöðvar í þeirri mynd sem við þekkjum þær nú. Þær eru tvímælalaust tímaskekkja ekki síður í ljósi þeirrar þróunar sem orðin er í verði tölvuafls. Til þess að lifa þessa byltingu af verða þær að breyta hlutverki sínu. Framtíð þeirra felst fremur í því að vera skiptistöðvar fyrir upplýsingar, stunda upplýsingainnkaup, heild- sölu og smásölu og sem þjón- ustumiðstöðvar á þessu sviði. Breyting á notkun tölva En þörfin fyrir flutningsgetu ræðst einnig af þeirri breytingu á notkun tölva sem kann að verða á næstunni. Unnið er að því að samtvinna skemmtanaiðnaðinn og tölvutækni í formi fjölmiðlun- ar, eða multimedia. Blandað er saman lifandi myndum, kyrr- myndum, tali, tónum og aðgang- inum stjórnað með tölvu. Með þessu opnast nýir möguleikar til fræðslu, upplýsingaöflunar og skemmtunar. Fjölmiölun Ljóst er að fjölmiðlun er áhugaverð sem tæknilegt fyrir- brigði en praktísk notkun fyrir almenna notendur eru ekki fyrirséð. Ástæður þess eru margar ekki síst sá vandi sem 30 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.