Tölvumál - 01.07.1996, Síða 7
Júlí 1996
MODE - Music On Demand
Eftir Heiðar Jón Hannesson
Eitt af nýju viðfangsefnum
Skýrr hf. er verkefni sem kallast
MODE eða Music On Demand.
Um er að ræða samstarfsverkefni
sjö aðila frá sex löndum sem snýst
um að koma upp rafrænni versl-
unarkeðju með tónlist. Verkefnið
er styrkt af IMPACT áætlun ESB
og RANNÍS. Meginaðgangur að
verslunarkeðjunni verður í gegnum
samnet en að auki verður boðið
upp á takmarkaðri aðgang frá
Intemetinu.
Verslunarkeðja
Hugmyndin að baki MODE er
að nýta upplýsingatækni til að
auðvelda aðgengi að tónlist og
upplýsingum um hana. Gert er ráð
fyrir að komið verði upp verslun-
um sem hver um sig sérhæfir sig í
tónlist frá heimamarkaði. Versl-
anirnar verða samtengdar þannig
að viðskiptavinir munu upplifa
alla keðjuna sem eina verslun. Með
þessu móti er hægt að skipta því
mikla magni upplýsinga, sem slfkri
þjónustu fylgir, niður í viðráðan-
legri einingar en samtímis haft opið
fyrir aðgang að öllu vöruiírvalinu.
Vara sem sett er upp í einni verslun
verður samstundis aðgengileg frá
þeim öllum. Vara í nýrri verslun,
sem bætist í keðjuna, verður einnig
samstundis aðgengileg frá þeim
sem fyrir eru.
Viðskiptavinir MODE munu fá
beinlínuaðgang að tónlist og
ýmsum upplýsingum um hana.
Þannig geta notendur einmennings-
tölva leitað að tónlist eftir ýmsum
leitarskilyrðum, s.s. höfundum,
flytjendum, útgefendum og heiti
laga. Einnig geta þeir hlustað á
tóndæmi af því sem í boði er.
Kaupin fara fram með tvennum
hætti. Annars vegar verður hægt
að panta geisladiska og þeir
afgreiddir í gegnum póst. Hins
vegar verður boðið upp á kaup á
hljómlist á tölvutæku formi.
Kaupendur munu þá annað hvort
kaupa einstök lög til vistunar á
einmenningstölvum sínum eða
kaupa spilun á hljómlistinni í
gegnum þjónustuna.
Högun MODE
Innri högun MODE mun
grundvallast á dreifðum miðlurum
sem verða samtengdir með
breiðbandstækni (ATM). Tónlistin
verður vistuð á stafrænu og
þjöppuðu formi, skv. „MPEG
Layer 3“ staðli. Innviðir miðlar-
anna verður eðlilega nokkuð
flókin. Þannig verður sérstakt kerfi
til að halda utan um eignar- og
höfundarrétt allra eininga sem
notast í kerfinu (hljóð, myndir,
texti o.s.frv.). Slíkt er nauðsynlegt
til að tryggja hlutaðeigandi eig-
endum/höfundum greiðslur fyrir
notkun á hugverkum sínum.
Ytri högun, þ.e. sá hluti er snýr
að notendum, verður byggð á
tækni veraldarvefsins. Aðgangur
að þjónustunni verður í gegnum
samnet (ISDN) og að hluta frá
Intemetinu.
Til að geta nýtt sér þjónustu
MODE þurfa notendur að hafa
yfir að ráða nokkuð öflugri ein-
menningstölvu (Pentium), sam-
netsspjaldi, aðgangi að samneti,
flettara fyrir veraldarvefinn, s.s.
Netscape og sérstakan „MPEG
Layer 3“ spilara Winplay3 sem
notast sem hjálparviðfang í flett-
aranum.
Rauntímaspilun á CD
tóngæðum
Sem fyrr segir verður tónlistin
vistuð á stafrænu þjöppuðu formi
skv. MPEG L3 staðli. Gert er ráð
fyrir að notast verið við þjöpp-
unina 12,6 og söfnunartíðni 44,1
khz. Með því móti næst rauntíma-
spilun yfir 128 kbit/sek flutnings-
línu, en það er sú flutningsgeta sem
grunntenging við samnet býður
upp á. Hljómgæðin á slíku formi
eru nánast þau sömu og beint af
geisladiski. Endanlegu hljómgæðin
ráðast af gæðum hljóðkorts og
hátalara.
Notendur MODE munu þurfa
að huga að gæðum hljóðkorta
sinna og hátalara. Einnig er mikil-
vægt að hafa í huga að tónlist á
þessu formi er nokkuð frek á diska-
rými (1 Mbæti fyrir hverja mínútu
lags). Tónlistarunnendur þurfa því
að gera ráð fyrir stórum diskum í
framtíðinni.
Á nœstu síðu er skjámynd með
Netscape með heimasíðu MODE
(www.mode.net) í bakgrunni og
WinPlay3 íforgrunni.
Tölvumál - 7