Tölvumál - 01.07.1996, Page 18

Tölvumál - 01.07.1996, Page 18
JÚIÍ1996 Mynd 3 Nauðsynlegt var að fá öflugt „verkf'æri" til meðhöndlunar og vörslu þeirra skjala sem teljast til skjölunar breytinga og varð hóp- vinnukerfið Lotus Notes fyrir valinu. Notes hentar sérstaklega vel til geymslu hvers konar skjala og gefur mikla möguleika við meðhöndlun þeirra, skipulag, útlit og ekki síst aðgengi manna að skjölum hvers annars. Með einföldun getum við sagt að um fjögur skjöl sé að ræða þarfalýsingu, hönnunargögn, hönnunarlýsingu og notenda- handbók. Grundvallarmunur er á þarfalýsingu og hönnunarlýsingu annars vegar og hönnunargögnum og notendahandbók hins vegar. Þarfalýsing og hönnunarlýsing Við hverja útgáfu kerfis er búin til ný þarfalýsing og ný hönn- unarlýsing. Þessi skjöl fjalla aðeins um þær breytingar sem verða í við- komandi útgáfu. Þeim er kaflaskipt eftir verkhlutum sem rekja má til verkbeiðnanna og því þægilegt að færa einstaka verkhluta milli út- gáfa, gerist þess þörf. í þarfalýsingu eru kröfur verk- beiðanda tíundaðar sem niðurstaða þarfagreiningarinnar. Notkunar- dæmin styðja við kröfur þarfalýs- ingarinnar. Lýsingin skal staðfest af verkbeiðanda (ákvarðanahóp) og framsetning texta þarf að taka mið af því, enda koma tæknilegar útfærslur ekki fram. Prófunar- áform segja til um með hvaða hætti verkbeiðandi mun sannfærast um að kröfurnar séu uppfylltar þegar að viðtökuprófi kemur. I hönnunarlýsingu er dregin saman niðurstaða hönnunar útgáf- unnar, svo sem ástæður einstaka hönnunarákvarðana. I lýsingunni eru einnig frumgerðir allra not- endaviðmóta, bæði skjámynda og útskrifta, sem staðfestar skulu af notendum (ákvarðanahóp). Prófunaráform segja til um hvernig virkni kerfisins megi sem best prófa í kerfisprófi. Hverri hönnunarlýsingu fylgja þau hönn- unargögn sem breytast í útgáfunni (sjá síðar). Þess er krafist að þarfa- og hönnunarlýsingum sé viðhaldið á meðan unnið er að útgáfunni og séu réttar við gangsetningu hennar en þá ljúka þær meginhlutverki sínu og eru ekki uppfærðar eftir það. Notes safn (Notes skjala-/ gagnasafn) var búið til, til með- höndlunar og geymslu þarfalýs- inga (sjá mynd 2) og annað, sam- bærilegt, fyrir hönnunarlýsingar. Þessi söfn tryggja að lýsingar hafa sömu uppsetningu og kaflaskipt- ingu. Lýsingamar safnast upp fyrir hverja nýja útgáfu kerfis og mynda þannig sögu þeirra breytinga sem kerfið gengst undir. Alltaf má leita í eldri skjöl að uppruna breytinga 18 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.