Tölvumál - 01.07.1996, Blaðsíða 24

Tölvumál - 01.07.1996, Blaðsíða 24
Lind viðskiptahugbúnaður Þróaður á íslandi fyrir íslensk fyrirtæki • aðalbókhald - fjárhagsbókhald - viðskiptamannabókhald - eignaumsýslukerfi - samþykkt reikninga - uppgjörskerfi • birgða og sölukerfi - afsláttarsamningar - pantanir - toll- og verðútreikningur • gjaldkerakerfi • innheimtu- og upplýsingakerfi fyrir orkuveitur Notendurem m.a. Hitaveita Reykjavikur, Orkubú Vestfjarða, Tryggingamiðstöðin hf, Vökvaleiðslur og Tengi hf. o.fl. Forritun ehf. S I ð u m ú I i I 108 Reykjavik Sfmi 588 8750 Punktar... Nýtt á netinu Yefsíðubankar skjóta nú upp kollinum á Internetinu. Dæmi um einn slíkan er „Síðu- safnið“. Markmið Síðusafns- ins er að halda utan um fsl- enskar vefsíður, bæði á ísl- ensku og öðrum tungumálum og auðvelda hveijum sem er að finna þær síður sem hann leitar að. Skráning og notkun Síðu- safnsins er ókeypis og öllum frjáls. Hægt er að skráupplýs- ingar um netföng (tölvupóst- föng), svo aðilar án heimasíðu geta kynnt sig og sína þjón- ustu. Skráning verður virk samstundis og gerir það mönn- um kleift að láta aðra vita af heimasíðum eða öðrum vefsíð- um um leið og þær eru tilbún- ar. Ein af skemmtilegum nýj- ungum Síðusafnsins er “Flökkulíf’. Þú velur þér flokk og tungumál og Síðusafnið sendir þig á einhverja þá vef- síðu sem fundust samkvæmt þessum forsendum. Sjón er sögu ríkari og vef- slóðin er: „www.hugmot.is/ssafn“ Ertu tengdur? í norska Computer World 3.2.96 birtist lítil klausa með yfirskriftinni „Internetið með í sumarfríið.“ Þarna er sagt frá því að norska ferðaskrifstofan Eunet Traveller veiti öllum sínum viðskiptavinum sem ferðast um Evrópu aðgang að Internetþjónustu á ódýran og einfaldan hátt, á meðan við- komandi er í sumarfríi. Greinina prýðir mynd af manni sem liggur á ströndinni með kjölturakka á hnjánum. Nú þarf ekki að örvænta, það er hægt að vera „tengdur“ í sumarfríinu líka. 24 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.